„Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2025 18:26 Einar Jónsson íbygginn á svip á hliðarlínunni. Vísir/Anton Brink Einar Jónsson sagði mikla og góða uppbyggingu hafa átt sér stað hjá Fram síðustu árin. Að uppskera bikartitil væri stórkostlegt. Hann hrósaði félaginu í heild í hástert í viðtali við Vísi eftir leik. „Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“ Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
„Tilfinningin er frábær og við erum búnir að segja í allan vetur að við ætlum að berjast um alla titlana. Þegar menn uppskera eins og í dag er það náttúrulega stórkostlegt,“ sagði Einar í sigurvímu eftir 31-25 sigur á Stjörnunni í bikarúrslitaleik í dag. Framarar hafa á að skipa ungum leikmannahópi sem hefur tekið stórstígum framförum á síðustu misserum. Liðið er í toppbaráttu Olís-deildarinnar og nú bikarmeistarar. „Fólkið hérna troðfyllir stúkuna og að sjá alla þessa Framara mæta á leikinn og styðja okkur er stórkostlegt. Það er búið að vinna að þessu núna í tvö ár. Við ætluðum okkur meira í fyrra en þá lentum við í þvílíku meiðslaveseni og rugli. Við græddum á því og tókum það með okkur inn í þetta tímabil.“ Framarar eru þó hvergi nærri hættir. „Nú er kominn einn titill og svo sjáum við hvað setur með restina af titlunum.“ Einar er á því að Framarar séu betra lið en Stjarnan, taflan í Olís-deildinni sýni það sem og úrslitin í leiknum í dag. „Þetta var ekki einhver gæða handboltaleikur en mikil spenna og mikið tekist á. Eflaust verið gaman að horfa á þetta þó gæðin hafi ekki verið alveg upp á tíu. Ég held að við höfum náð að halda haus og spila okkar leik. Stjarnan er virkilega öflugt lið og ég held að við séum betri. Taflan sýnir það og við sýndum það í dag.“ Hann sagði liðið hafa gert margt gott í leiknum. „Það er ekki þannig að maður geti labbað úr úrslitaleik sem maður vinnur með fimm eða sex mörkum og verið óánægður. Við hljótum að hafa gert mikið af réttum hlutum í dag.“ Að lokum talaði Einar um starf Framara og hrósaði þjálfurum og sjálfboðaliðum í hástert. „Það er búin að vera góð uppbygging hjá Fram í nokkur ár. Frábært yngri flokka starf og stór hópur af strákum að koma upp úr okkar eigin starfi. Við erum ekki með djúpa vasa þannig að við þurfum að vinna okkar vinnu vel. Ég tel að unglingaráð, þjálfarar hjá félaginu og stjórn og þeir sem að þessu komi eigi hrós skilið fyrir sína vinnu. Þau eru að uppskera í dag líka.“
Powerade-bikarinn Fram Stjarnan Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða