Innlent

Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Sel­tjarnar­nesi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Kynngimáttur Ægis minnti á sig í nótt.
Kynngimáttur Ægis minnti á sig í nótt. Vísir/Samsett

Í gærkvöldi var mikill sjógangur og hvasst á Seltjarnarnesi og bera myndir af ströndinni vott um ægimátt hafsins þegar illa viðrar. Það flæddi ofan í minnst sex kjallara og kröftugar öldurnar lömdust utan í sjávargarðana og dreifði stærðar grjóti um Suðurnesið.

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir háa sjávarstöðu og suðvestanátt vera eitraða blöndu fyrir Seltirninga en að það sama sé uppi á teningnum í nótt. Hann hvetur íbúa til að vera við öllu búin og hafa samband við sitt tryggingafélag verði það vart við tjón vegna veðursins.

Golfvöllurinn fór illa úti úr sjóganginum í fyrrinótt.Aðsend

Stefán Már Kristinsson slökkviliðsmaður segir að mikið hafi flætt í allavega fimm kjallara á suðurströnd nessins og að tjónið sé verulegt.

Í umræðuþráðum á íbúahóp Seltirninga á Facebook má einnig sjá myndir af skemmdum sem óveðrið hefur valdið á golfvellinum. Svo virðist einnig sem að handrið hafi orðið fyrir einu stórgrýtinu.

Sjór hefur safnast saman í eins konar laug við sólskála þessa húss við suðurströnd nessins.Aðsend
Það verður ekki skemmtilegt að skila þessu grjóti aftur í greipar Ægis.Aðsend
Þetta handrið fékk stærðarhnullung yfir sig á einhverri ferð.Aðsend



Fleiri fréttir

Sjá meira


×