Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 23:14 Lánið verði endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa í Bretlandi. AP/Kin Cheung Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina. Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina.
Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08