Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. mars 2025 23:14 Lánið verði endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa í Bretlandi. AP/Kin Cheung Stjórnvöld í Bretlandi og Úkraínu skrifuðu undir lánssamning sem nemur um 400 milljörðum íslenskra króna til vopnakaupa og styrkingar á vörnum landsins. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina. Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti er staddur í Lundúnum en þangað flaug hann eftir fund hans með Donald Trump Bandaríkjaforseta í gær. Á morgun tekur Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands á móti leiðtogum Frakklands, Danmerkur, Hollands, Noregs, Póllands, Spánar, Tyrklands, Finnlands, Tékklands, Svíþjóðar og Rúmeníu. Þar verður rætt hvernig Evrópa getur aukið við stuðning sinn við Úkraínu enn frekar í ljósi framgöngu Bandaríkjaforseta. Selenskí sagði fundinn með Keir Starmer forsætisráðherra hafa verið þýðingarmikinn og hlýlegan. Þeir hafi rætt samhæfingu bandamanna, merkjanleg skref til að styrkja stöðu Úkraínu og hvernig væri hægt að binda enda á stríðið en tryggja í leiðinni öryggi Úkraínu. „Forsætisráðherra Bretlands sýndi mikla staðfestu með stuðningsyfirlýsingu sinni og mikilvægri ákvörðun: Úkraína og Bretlands skrifuðu í dag, í viðurvist okkar, undir lánssamning. Þetta lán mun auka varnarhæfni Úkraínu og verður endurgreitt með tekjum af frystum eignum Rússa. Fénu verður varið í vopnaframleiðslu í Úkraínu. Þetta er alvöru réttlæti - sá sem hóf stríðið verður að borga,“ segir Selenskí á samfélagsmiðlum. „Ég þakka bresku þjóðinni og bresku ríkisstjórninni fyrir gífurlegan stuðning þeirra frá upphafi þessa stríðs. Við erum ánægð að eiga slíka bandamenn og að deila sýn á því hvernig örugg framtíð ætti að líta út fyrir alla,“ segir hann svo. Samningurinn var undirritaður samtímis í fjármálaráðuneytinu í Kænugarði af Serhíj Martsjenkó fjármálaráðherra Úkraínu og við Downing-stræti 10 í Lundúnum af Rachel Reeves fjármálaráðherra Bretlands. Stjórnvöld í Bretlandi segja samninginn vera til marks um „óbilandi og viðvarandi stuðning“ sinn við úkraínsku þjóðina.
Úkraína Bretland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39 Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36 Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Sendiherra Danmerkur í Bandaríkjunum átti í snörpum orðaskiptum við bandaríska öldungadeildarþingmanninn Lindsey Graham á samfélagsmiðlum. 1. mars 2025 20:39
Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ræddi við utanríkisráðherra Úkraínu í gærkvöld eftir það sem hún kallar fyrirsátur í Washington. Stuðningurinn sé Úkraínumönnum ómetanlegur. 1. mars 2025 19:36
Vonast til að geta átt gott samband við Trump Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir það afgerandi að búa að stuðningi Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann segist tilbúinn að undirrita samkomulag um aðgang að verðmætum jarðefnum í skiptum fyrir hernaðaraðstoð. Hann ítrekar þakklæti sitt í garð bandarísku þjóðarinnar þrátt fyrir hitafund gærdagsins í Washington. 1. mars 2025 18:08