„Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 07:32 Ísak Steinsson fær tækifærið til þess að spreita sig með íslenska landsliðinu í komandi verkefni liðsins í undankeppni EM. Björgvin Páll situr eftir heima. Vísir/Samsett mynd Markvörðurinn Ísak Steinsson gæti leikið sinn fyrsta A-landsleik í komandi verkefni íslenska karlalandsliðsins í handbolta í undankeppni EM. „Mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli,“ segir landsliðsþjálfarinn sem telur reynsluboltann Björgvin Pál vera hundfúlan að vera ekki í liðinu. Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“ Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira
Eins og rakið var í grein hér á Vísi á dögunum hefur Ísak verið að standa sig vel með norska úrvalsdeildarfélaginu Drammen. Ísak er nítján ára gamall og hefur þegar farið á stórmót fyrir Íslands hönd, með yngri landsliðum. Síðasta sumar var hann í íslenska liðinu sem endaði í 7. sæti á EM U20-landsliða. Hann hefur búið í Noregi nær alla sína ævi en á íslenska móður sem heitir Jenný Rut Sigurgeirsdóttir. Pabbi hans er norskur, Stein Simonsen, og Ísak á tvíburabróðurinn Viljar. Snorri Steinn vildi gefa honum landsliðsreynslu í komandi verkefni gegn Grikkjum, tveimur leikjum í undankeppni EM í næstu viku. Sjá Ísak í því umhverfi en ítrekaði þó á blaðamannafundinum í gær þegar landsliðshópurinn var opinberaður, að það gerði hann ekki sökum þess að reynsluboltinn Björgvin Páll hafi staðið sig eitthvað illa í síðasta verkefni. „Hann er búinn æfa með okkur í tvö til þrjú skipti, stóð sig vel með U-20 ára liðinu síðasta sumar og stendur sig vel með sínu liði í Noregi. Er bara efnilegur, mjög efnilegur markvörður sem mér fannst við þurfa að sýna athygli. Koma honum hægt og rólega inn í okkar hluti. Mjaka einhverri reynslu á hann. Það er erfitt í landsliðsbolta. Þetta eru ekki það margir gluggar og leikir.“ „Þetta er einn liður í því að auka breiddina, búa til markvörð svo við höfum úr fleiri vopnum að velja þar. En ég ítreka það sem að ég sagði á fundinum að þetta er ekki val af því að ég var eitthvað óánægður með Björgvin í síðasta verkefni. Hann og Viktor Gísli eru enn okkar sterkasta markvarðapar að mínu mati. En ef þú ætlar að hugsa eitthvað lengra fram í tímann þá finnst mér við þurfa að gera svona hluti.“ Björgvin hefur væntanlega sýnt þessu skilning eða hvað? „Ég held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu ef ég þekki hann rétt. Ég þekki hann mjög vel og það eru fáir meiri keppnismenn en hann. Ef hann er ánægður með það þá erum við á villigötum. Ég vona að menn séu ekki sammála mér.“
Landslið karla í handbolta Handbolti Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Sjá meira