Innlent

Icelandair hættir flugi til Ísa­fjarðar

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Flugvöllurinn á Ísafirði.
Flugvöllurinn á Ísafirði. Vísir/Einar

Icelandair hyggst hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan er sérstaða flugvallarins sem leiðir til þess að einungis litlar vélar geti lent þar.

„Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endan á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandir.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×