Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar 4. mars 2025 12:03 Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Sjá meira
Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun