Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar 4. mars 2025 12:03 Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun