Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar 4. mars 2025 12:03 Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfbærni Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum (ESG) í rekstri fyrirtækja hafa fengið aukið vægi í fjármálaheiminum, ekki aðeins vegna siðferðilegra sjónarmiða eða umhverfismála, já eða vegna lögbundinna krafna á hendur fyrirtækja heldur einnig vegna þess að það virðist sem þær hafi bein áhrif á fjárfestingar og kaupverð fyrirtækja. Nýlegar rannsóknir, meðal annars frá KPMG, sýna að fyrirtæki á Norðurlöndunum eru sérstaklega framarlega í að nýta niðurstöður áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum til ákvarðanatöku í fjárfestingum, samanborið við fyrirtæki í sunnanverðri Evrópu. Hvað felst í áreiðanleikakönnun á sjálfbærniþáttum? Áreiðanleikakönnun á sviði sjálfbærni felur í sér að greina hvernig fyrirtæki uppfyllir sjálfbærnikröfur á sviðum umhverfismála, félagslegra réttinda og góðra stjórnarhátta. Þetta getur falið í sér að skoða kolefnislosun, vinnuaðstæður starfsfólks, stjórnarhætti og hvort fyrirtæki fari að lögum um skattamál og aðgerðum gegn spillingu og mútuþægni. Skoðað er hvort til staðar sé gott utanumhald og eftirfylgni með því að þessum þáttum sé sinnt með skipulögðum hætti. Slík könnun er mikilvæg til að draga úr áhættu fyrir fjárfesta þar sem þeir telja meiri líkur á orðsporslegum og fjárhagslegum skaða eftir því sem fyrirtæki er minna meðvitað um ESG-viðmiðin í sinni starfsemi. Norðurlöndin í fararbroddi Samkvæmt nýjustu gögnum frá KPMG leggja fyrirtæki á Norðurlöndunum aukna áherslu á að framkvæma áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en tekin er stór fjárfestingarákvörðun eða við kaup á öðrum fyrirtækjum. Þetta endurspeglar almenna áherslu Norðurlanda á sjálfbærni, þar sem fyrirtæki eru líklegri til að samþætta sjálfbærniþætti í daglegan rekstur og viðskiptahætti. Þetta skilar sér í aukinni eftirspurn eftir gagnsæi og ábyrgum viðskiptaháttum. Fyrirtæki á Norðurlöndunum virðast framkvæma reglubundið áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum áður en ráðist er í stórar fjárfestingar. Slíkar kannanir tryggja að fjárfestingar samræmist þeim sjálfbærniviðmiðum sem bæði almenningur og fjárfestar á þessum svæðum gera kröfur um. Fyrirtæki sunnar í Evrópu virðast samkvæmt könnuninni vera komin skemur í sinni vegferð. Áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir Áhrif áreiðanleikakannana á sjálfbærniþáttum á fjárfestingar eru að verða áþreifanlegri, sérstaklega í þeim löndum þar sem slíkar kannanir eru teknar alvarlega. Gögn sýna að fyrirtæki sem standast slíkar áreiðanleikakannanir og uppfylla sjálfbærnikröfur fá hærra kaupverð við sölu eða samruna. Á Norðurlöndunum hefur þetta leitt til þess að fyrirtæki sem fylgja ESG-viðmiðum eru líklegri til að ná hærra verði, þar sem fjárfestar meta áhættu lægri. Það hefur einnig verið bent á að ef fyrirtæki hefur innleitt ESG-viðmið í sinn daglega rekstur, þá sé oft minni líkur á að til staðar séu atriði sem geti haft áhrif á t.d. leiðréttingu kaupverðs með neikvæðum formerkjum. Góðir ferlar og áhættustýring á sviði fjármála, skatta og annarra rekstrarþátta skilar sér í hærra ESG skori og minni áhættu. Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum hafa í auknum mæli áhrif á kaupverð og fjárfestingarákvarðanir fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar. Fyrirtæki sem taka sjálfbærnisjónarmið alvarlega geta vonast til að njóta fjárhagslegra ávinnings af því, en þau sem ekki sinna þessum þáttum geta orðið fyrir fjárhagslegum skaða. Nánar um áreiðanleikakannanir á sviði sjálfbærni: Global ESG due diligence+ study 2024 Höfundur er lögmaður og eigandi hjá KPMG Law.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun