„Eins manns dauði er annars brauð“ Aron Guðmundsson skrifar 4. mars 2025 09:30 Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta Vísir/Vilhelm Stóra pósta vantar í leikmannahóp Íslands fyrir næstu leiki liðsins í undankeppni EM í handbolta. Það reyndist Snorra Steini Guðjónssyni, landsliðsþjálfara, vandasamt að velja hópinn. Ísland er á toppi síns riðils í undankeppninni eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum en óhætt er að segja að liðið mæti ansi laskað til leiks í leikina tvo gegn Grikkjum í næstu viku. Sextán manna landsliðshópur Íslands fyrir tvo leiki gegn Grikkjum í undankeppni EM var opinberaður í gær og við það tilefni sagði Snorri Steinn, landsliðsþjálfari að það hefði verið bras að koma honum heim og saman. Sé tekið mið af meiðslalista landsliðsmanna er það vel skiljanlegt orðaval. Kanónur úr þýsku deildinni á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson vantar og þá er Bjarki Már Elísson ekki í hópnum og listinn ekki tæmandi. „Meira vesen en oft áður og meiri óvissa,“ segir Snorri Steinn um landsliðsvalið að þessu sinni. „Menn hafa bara verið meiddir, margir lykilmenn sem voru í óvissu þegar að ég var að velja hópinn og svo var helgin ekkert eitthvað frábær fyrir mig. Ég hélt það væri að rofa til en það var það bara ekki. Þá þarf maður bara að glíma við það. Það er bara partur af mínu starfi, sem og partur af því að vera handboltamaður, meiðsli. Þetta er staðan eins og hún er núna. En eins og alltaf þegar að maður velur liðið, þá er bara fínt að koma því frá sér og nú er ég búinn að því. Þá er bara að vona að drengirnir komist í gegnum þessa leiki sem þeir eiga eftir fram að þessu verkefni og að við getum farið að einbeita okkur að því.“ Elvar Örn mesta sjokkið Snorri hafði ekki tölu á því hversu marga mögulega landsliðshópa hann hafði teiknað upp í aðdragandanum en staðan olli því að símtölin í Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfara, voru ívið fleiri en fyrir hefðbundin verkefni. „Þetta er bara einhver hausverkur sem maður þarf að tækla, aðeins fleiri símtöl í Arnór heldur en venjulega til að ræða hluti. Það var meira um ef spurningar hjá okkur. „Ef þessi er ekki með hvað gerum við þá?“ en við vorum með alls konar plön í gangi og núna rétt fyrir fund negldum við þetta. Elvar Örn lyftir sér upp í leik með ÍslandiVísir/Vilhelm „Elvar Örn var kannski mesta sjokkið, það gerist náttúrlega bara í síðasta leik og hann var heill heilsu fram að því á meðan að Viggó, Ómar og Teitur, hafa bara verið að glíma við meiðsli sem og Bjarki. Ég svo sem vissi af því, vissi að það gæti brugðið til beggja vona með þá. Núna er ég búinn að velja hópinn, við göngum út frá því og þá er kannski loksins hægt að fara huga meira að leikplaninu. Því sem við ætlum að gera í leikjunum.“ „Þegar tækifærið gefst þarftu að negla það“ Ef reynt er að horfa á jákvæðar hliðar má segja sem svo að í komandi verkefni felist þá tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp. „Það er alltaf þannig þegar að þú kemur inn í landsliðið að það er tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er nú bara þannig í þessum bransa að eins manns dauði er annars brauð. Þegar tækifærið gefst þá þarftu að negla það. Þau eru ekkert endalaus, tala nú ekki um í landsliðsbolta þar sem eru fáir gluggar og tíminn lítill. Auðvitað er þetta tækifæri fyrir menn en á sama tíma þurfum við sem lið að gera vel. Vinna þessa leiki og koma okkur í góða stöðu til að vinna riðilinn.“ Fyrri leikurinn gegn Grikkjum er spilaður í Chalkida í Grikklandi miðvikudaginn 12. mars en þremur dögum síðar mætast liðin svo öðru sinni hér heima. Tveir sigrar í þessum leikjum koma Íslandi í afar góða stöðu á toppi riðilsins og EM sætið þá nær öruggt. „Við gerum sjálfir þá kröfu að vinna þá tvisvar. Þetta er lið sem var á EM, lið sem spilaði hörku leik gegn Bosníu í síðasta glugga, vann Svartfjallaland tvisvar sinnum í janúar auðveldlega í æfingarleikjum. Við þurfum bara að vanda okkur. Það eru breytingar, þetta er öðruvísi hópur og lið heldur en var á HM. Við getum því ekki labbað inn í einhverja hluti frá því í janúar. Við þurfum að mæta grimmir og einbeittir til leiks, fyrir okkur sjálfa að sýna ákveðinn standard. Sýna að við séum betri en þessar þjóðir og gera það vel. Mér finnst það líka bara partur af einhverri vegferð sem við viljum meina að við séum á sem lið, að spila alla leiki almennilega, gera það vel og sýna frammistöðu.“ Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Ísland er á toppi síns riðils í undankeppninni eftir sigur í fyrstu tveimur leikjum sínum en óhætt er að segja að liðið mæti ansi laskað til leiks í leikina tvo gegn Grikkjum í næstu viku. Sextán manna landsliðshópur Íslands fyrir tvo leiki gegn Grikkjum í undankeppni EM var opinberaður í gær og við það tilefni sagði Snorri Steinn, landsliðsþjálfari að það hefði verið bras að koma honum heim og saman. Sé tekið mið af meiðslalista landsliðsmanna er það vel skiljanlegt orðaval. Kanónur úr þýsku deildinni á borð við Gísla Þorgeir Kristjánsson, Ómar Inga Magnússon, Elvar Örn Jónsson og Viggó Kristjánsson vantar og þá er Bjarki Már Elísson ekki í hópnum og listinn ekki tæmandi. „Meira vesen en oft áður og meiri óvissa,“ segir Snorri Steinn um landsliðsvalið að þessu sinni. „Menn hafa bara verið meiddir, margir lykilmenn sem voru í óvissu þegar að ég var að velja hópinn og svo var helgin ekkert eitthvað frábær fyrir mig. Ég hélt það væri að rofa til en það var það bara ekki. Þá þarf maður bara að glíma við það. Það er bara partur af mínu starfi, sem og partur af því að vera handboltamaður, meiðsli. Þetta er staðan eins og hún er núna. En eins og alltaf þegar að maður velur liðið, þá er bara fínt að koma því frá sér og nú er ég búinn að því. Þá er bara að vona að drengirnir komist í gegnum þessa leiki sem þeir eiga eftir fram að þessu verkefni og að við getum farið að einbeita okkur að því.“ Elvar Örn mesta sjokkið Snorri hafði ekki tölu á því hversu marga mögulega landsliðshópa hann hafði teiknað upp í aðdragandanum en staðan olli því að símtölin í Arnór Atlason, aðstoðarlandsliðsþjálfara, voru ívið fleiri en fyrir hefðbundin verkefni. „Þetta er bara einhver hausverkur sem maður þarf að tækla, aðeins fleiri símtöl í Arnór heldur en venjulega til að ræða hluti. Það var meira um ef spurningar hjá okkur. „Ef þessi er ekki með hvað gerum við þá?“ en við vorum með alls konar plön í gangi og núna rétt fyrir fund negldum við þetta. Elvar Örn lyftir sér upp í leik með ÍslandiVísir/Vilhelm „Elvar Örn var kannski mesta sjokkið, það gerist náttúrlega bara í síðasta leik og hann var heill heilsu fram að því á meðan að Viggó, Ómar og Teitur, hafa bara verið að glíma við meiðsli sem og Bjarki. Ég svo sem vissi af því, vissi að það gæti brugðið til beggja vona með þá. Núna er ég búinn að velja hópinn, við göngum út frá því og þá er kannski loksins hægt að fara huga meira að leikplaninu. Því sem við ætlum að gera í leikjunum.“ „Þegar tækifærið gefst þarftu að negla það“ Ef reynt er að horfa á jákvæðar hliðar má segja sem svo að í komandi verkefni felist þá tækifæri fyrir aðra leikmenn til að stíga upp. „Það er alltaf þannig þegar að þú kemur inn í landsliðið að það er tækifæri til að sýna sig og sanna. Það er nú bara þannig í þessum bransa að eins manns dauði er annars brauð. Þegar tækifærið gefst þá þarftu að negla það. Þau eru ekkert endalaus, tala nú ekki um í landsliðsbolta þar sem eru fáir gluggar og tíminn lítill. Auðvitað er þetta tækifæri fyrir menn en á sama tíma þurfum við sem lið að gera vel. Vinna þessa leiki og koma okkur í góða stöðu til að vinna riðilinn.“ Fyrri leikurinn gegn Grikkjum er spilaður í Chalkida í Grikklandi miðvikudaginn 12. mars en þremur dögum síðar mætast liðin svo öðru sinni hér heima. Tveir sigrar í þessum leikjum koma Íslandi í afar góða stöðu á toppi riðilsins og EM sætið þá nær öruggt. „Við gerum sjálfir þá kröfu að vinna þá tvisvar. Þetta er lið sem var á EM, lið sem spilaði hörku leik gegn Bosníu í síðasta glugga, vann Svartfjallaland tvisvar sinnum í janúar auðveldlega í æfingarleikjum. Við þurfum bara að vanda okkur. Það eru breytingar, þetta er öðruvísi hópur og lið heldur en var á HM. Við getum því ekki labbað inn í einhverja hluti frá því í janúar. Við þurfum að mæta grimmir og einbeittir til leiks, fyrir okkur sjálfa að sýna ákveðinn standard. Sýna að við séum betri en þessar þjóðir og gera það vel. Mér finnst það líka bara partur af einhverri vegferð sem við viljum meina að við séum á sem lið, að spila alla leiki almennilega, gera það vel og sýna frammistöðu.“
Landslið karla í handbolta Handbolti EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira