Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. mars 2025 12:18 Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Flokkur fólksins Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Samkomulag var gert árið 2014 milli Velferðarráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga um skiptingu ábyrgðar vegna talmeinþjónustu fyrir börn. Í samkomulaginu kemur fram að sveitarfélögin sinni börnum með minni frávik vegna talmeina, þ.e. þeim sem ekki uppfylla skilyrði sem gerð eru í rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands og talmeinafræðinga vegna málþroska, framburðar og stams. Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) kemur til ef barnið samkvæmt mati talmeinafræðings, uppfyllir skilyrði samningsins. Hjá stofnunum ríkisins er langur biðlisti eftir þjónustu talmeinafræðinga. Þann 14. mars 2024 voru 4998 börn á aldrinum 0-18 að bíða eftir þjónustu talmeinafræðinga ríkisins. Það er auðvitað erfitt að sætta sig við að börn sem glíma við alvarlegustu talmeinin og málþroskavandann bíða sennilega hvað lengst eftir þjónustu talmeinafræðings. Ef litið er á þessi mál í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins bíða um 493 börn eftir fyrstu og frekari þjónustu talmeinafræðinga. Um 83 börn bíða eftir framburðargreiningu, 28 börn bíða eftir talþjálfun, 227 börn bíða eftir málþroskagreiningu og 33 börn bíða eftir ítarlegri málþroskagreiningu. Óvíst er um biðlista barna sem búa á landsbyggðinni eða hvernig staða þessara mála er almennt þar. Afleiðingar biðar eftir talmeinaþjónustu geta verið alvarlegar Snemmtæk íhlutun skiptir sköpum í tilfellum barna sem glíma við málþroskavanda eða önnur talmein. Þetta á við hvort sem barn glímir við vægari eða alvarlegri talmeina- eða málþroskavanda. Orðaforði barna tekur miklum framförum á aldrinum 2-6 ára. Málþroski snertir fjölmargt í lífi barnsins. Góður málþroski er undirstaða bóklegs náms og hefur áhrif á tjáningu og félagsleg samskipti. Það segir sig sjálft að ef börn skilja ekki nema hluta af því sem sagt er við þau er hætta á að samskipti þeirra einkennist af misskilningi sem getur auðveldlega leitt til samskiptavandamála. Börn sem glíma við slaka boðskiptafærni geta átt erfitt með að hlusta á aðra, lesa í aðstæður og setja sig í spor annarra. Hafa skal jafnframt í huga að oft er vangreindur og ómeðhöndlaður málþroskavandi/talmein undirrót annarra vandamála. Fjölga þarf stöðugildum talmeinafræðinga Nauðsynlegt er að hafa talmeinafræðinga til að greina vandann strax í upphafi skólagöngunnar og leggja línur að öflugu samstarfi við kennara og foreldra. Þessi mál hafa verið ítrekað rædd í borgarstjórn Reykjavíkur síðustu ár af borgarfulltrúa Flokks fólksins. Í lok síðasta árs var stýrihópur settur á laggirnar í borgarstjórn og leiddi undirrituð hópinn. Hlutverk hans var m.a. að rýna biðlista barna til sérfræðinga skólaþjónustu, einna helst sálfræðinga og talmeinafræðinga. Skoðað var sérstaklega hvernig hægt væri að gera vinnu sérfræðingana skilvirkari. Meðal meginniðurstaðna var að talmeinafræðingar og sálfræðingar þyrftu að koma að vinnslu mála strax á leikskólastigi. Mat hópsins var að til að anna þeim fjölda barna sem þarfnast talmeinaþjónustu er nauðsynlegt að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga um a.m.k. 6 og verði þeir talmeinafræðingar til staðar í leik- og grunnskólunum eftir atvikum. Þar væru þeir tiltækir til að greina vandann og leggja drög að meðferð og þjálfun með kennara, foreldrum og öðrum sérfræðingum skólaþjónustunnar. Áætlaður heildarkostnaður tillögunnar var metinn 64 milljónir á ársgrundvelli. Tillagan hefur ekki verið samþykkt enn sem komið er, en er á aðgerðarlista nýs meirihluta. Ef horft er til landsbyggðarinnar má ætla að þar sé víða skortur á talmeinafræðingum. Aðgengi að þjónustu er einnig erfiðara og má gera því skóna að fjölmörg börn þurfi að sækja þjónustuna til höfuðborgarsvæðisins sem er kostnaðarsamt og ekki á færi allra foreldra að geta fjármagnað. Setja á laggirnar málþroskahópa í leik- og grunnskóla Horfa þarf í auknum mæli til málþroska barna og hvaða áhrif ómeðhöndlaður málþroskavandi eða talmein getur haft á einstaklinginn til framtíðar. Með því að fjölga stöðugildum talmeinafræðinga geta þeir veitt starfsfólki, foreldrum og öðrum sérfræðingum faglega þekkingu í fleiri skólum og veitt leiðbeiningar um hvernig hægt er að þjálfa barnið í leikskólum og inn á heimilinu. Ein af tillögu stýrihópsins var að settir yrðu á laggirnar sérhæfðir málþroskahópar í leik- og grunnskólum fyrir börn með málþroskavanda þar sem unnið er með talþjálfun og talörvun. Til þess að þetta sé gerlegt þarf að veita þeim kennurum sem halda utan um málþroskahópana réttu verkfærin og stuðning. Nota má í auknum mæli fyrirliggjandi þjálfunartæki, skimunartæki og matslista sem bæði leik- og grunnskólar geta nýtt með reglubundnum hætti. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun