Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2025 14:32 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra ætlar að stofna þverpólitíska öryggis- og varnamálanefnd. Vísir Utanríkisráðherra ætlar að leggja fram nýja öryggis- og varnarmálastefnu fyrr en ráðgert var. Þá ætlar hún að stofna þverpólitíska öryggis-og varnamálarnefnd á næstu vikum vegna viðkvæmrar stöðu í heimsmálunum. Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta um að stöðva vopnasendingar til Úkraínu hefur vakið hörð viðbrögð í Evrópu. Ákvörðun var tekin án nokkurs samráðs. Vill bíða með frekari viðbrögð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tekur undir með Evrópuleiðtogum að þétta þurfi raðirnar enn frekar, eftir þetta nýjasta útspil Donalds Tumps gagnvart Úkraínu. Hún vill þó bíða með frekari yfirlýsingar þar til frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá upplýsti hún eftir ríkisstjórnarfund í morgun að Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra muni ræða við Von der Leyen forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á föstudaginn um stöðuna. Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Í munnlegri skýrslu Þorgerðar á Alþingi í febrúar um öryggi og varnir Íslands kom fram að í vor væri áætlað að leggja fram skýrslu um öryggis- og varnarmál. Þá yrði lögð fram stefna í öryggis- og varnarmálum næsta haust. Þorgerður segir að í ljós þess hversu hröð þróunin hefur verið í alþjóðamálum síðustu daga þurfi að bregðast hraðar við en áætlað hafði verið. „Ég ætlaði að birta stefnu í öryggis- og varnarmálum í haust en í ljósi aðstæðna þá munum við gera allt til að flýta henni. Þá sé ég fram á að leita þverpólitísks samráðs þar sem hver flokkur skipar einn í nefnd til að móta varnar- og öryggisstefnu. Það er mikilvægt að það myndist samstaða um stefnuna. Það gefur okkur aukna vigt á alþjóðavettvangi og sýnir að við erum að taka þessum hlutum alvarlega. Við erum að skoða að kalla fleiri til eins og t.d. sérfræðinga úr háskólasamfélagi og atvinnulífi. Við þurfum að vera með okkar sjálfstæða hagsmunamat fyrir Ísland þegar kemur að öryggi og vörnum,“ segir Þorgerður. Aðspurð um hvenær slík öryggis- og varnarmálanefnd gæti hafið störf svarar Þorgerður: „Á næstu vikum.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Alþingi Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira