Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Jón Þór Stefánsson skrifar 4. mars 2025 17:17 Vólódímír Selenskí og Donald Trump funduðu síðastliðinn föstudag. Epa Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir Úkraínumenn tilbúna að koma að samningaborðinu með Rússum og Bandaríkjamönnum og það í hvelli. Hann segist jafnframt tilbúinn að skrifa undir samning sem myndi veita Bandaríkjunum aðgang að jarðefnum í Úkraínu. „Ekkert okkar vill endalaust stríð. Úkraína er tilbúin að koma að samningaborðinu eins fljótt og mögulegt er til að færa okkur nær friðartímum. Enginn óskar þess heitar að fá frið en Úkraínumenn. Mitt teymi og ég sjálfur erum reiðubúnir að vinna undir sterkri leiðsögn Trump forseta að friði sem endist,“ segir í færslu Selenskí á samfélagsmiðlinum X. Þar leggur hann grunn að því hvernig hægt væri að byrja þessar samningaviðræður. „Við erum tilbúin að vinna hratt að því að enda stíðið. Fyrsta skrefið ætti að vera að fangar verði leystir úr haldi og vopnahlé gert í lofthernað, sem myndi fela í sér bann á eldflaugum, drónaárásum, sprengjum sem beinast að orkumannvirkjum og húsnæði ætluðu almenningi. Og strax í kjölfarið ætti að ganga í garð vopnahlé í sjóhernaði. Rússar þurfa að vera tilbúnir að ganga að þessum skilyrðum. Þar á eftir getum við fljótlega farið að vinna að næstu stigum með Bandaríkjunum að sterkum efnahagssamnignum.“ Selenskí þakkar Bandaríkjamönnum fyrir þá hjálp sem þeir hafa veitt í stríðsátökunum, og segir miður hvernig fundur hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fór á dögunum. „Við metum það virkilega hversu mikið Ameríka hefur hjálpað Úkraínu að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði,“ segir Selenskí „Fundur okkar í Washington, í Hvíta húsinu á föstudag, fór ekki eins og hann hefði átt að gera. Mér finnst leiðinlegt hvernig hann fór. Það er kominn tími á að breyta rétt. Við viljum að framtíðarsamstarf okkar og samskipti verði uppbyggileg.“ Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
„Ekkert okkar vill endalaust stríð. Úkraína er tilbúin að koma að samningaborðinu eins fljótt og mögulegt er til að færa okkur nær friðartímum. Enginn óskar þess heitar að fá frið en Úkraínumenn. Mitt teymi og ég sjálfur erum reiðubúnir að vinna undir sterkri leiðsögn Trump forseta að friði sem endist,“ segir í færslu Selenskí á samfélagsmiðlinum X. Þar leggur hann grunn að því hvernig hægt væri að byrja þessar samningaviðræður. „Við erum tilbúin að vinna hratt að því að enda stíðið. Fyrsta skrefið ætti að vera að fangar verði leystir úr haldi og vopnahlé gert í lofthernað, sem myndi fela í sér bann á eldflaugum, drónaárásum, sprengjum sem beinast að orkumannvirkjum og húsnæði ætluðu almenningi. Og strax í kjölfarið ætti að ganga í garð vopnahlé í sjóhernaði. Rússar þurfa að vera tilbúnir að ganga að þessum skilyrðum. Þar á eftir getum við fljótlega farið að vinna að næstu stigum með Bandaríkjunum að sterkum efnahagssamnignum.“ Selenskí þakkar Bandaríkjamönnum fyrir þá hjálp sem þeir hafa veitt í stríðsátökunum, og segir miður hvernig fundur hans og Donalds Trump Bandaríkjaforseta fór á dögunum. „Við metum það virkilega hversu mikið Ameríka hefur hjálpað Úkraínu að standa vörð um fullveldi og sjálfstæði,“ segir Selenskí „Fundur okkar í Washington, í Hvíta húsinu á föstudag, fór ekki eins og hann hefði átt að gera. Mér finnst leiðinlegt hvernig hann fór. Það er kominn tími á að breyta rétt. Við viljum að framtíðarsamstarf okkar og samskipti verði uppbyggileg.“
Bandaríkin Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Donald Trump Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira