Fótbolti

Ein besta knattspyrnukona heims er ó­frísk

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sophia Wilson (þá Smith) fagnar marki sem hún skoraði á móti íslenska landsliðinu í október.
Sophia Wilson (þá Smith) fagnar marki sem hún skoraði á móti íslenska landsliðinu í október. Getty/Tim Warner/

Sophia Wilson (áður Smith) verður ekki inn á fótboltavellinum næsta árið. Hún tilkynnti í dag að hún eigi von á sínu fyrsta barni.

Sophia er 24 ára gömul og nýgift NFL leikmanninum Michael Wilson. Hún tók upp Wilson nafnið þegar þau giftu sig á dögunum.

Sophia er ein besta knattspyrnukona heims og lykilkona hjá bæði Portland Thorns og bandaríska landsliðinu.

Hún varð í fjórða sæti í kjörinu um Gullknöttinn á síðasta ári þar sen valin var bestu knattspyrnukona heims á síðasta ári. Sophia skoraði þrjú mörk á Ólympíuleikunum í París þar sem bandaríska landsliðið vann gull.

„Lífið heldur bara áfram að verða betra,“ skrifuðu þau Sophia og Mihcael undir mynd af sér saman haldandi á sónarmyndunum.

Portland Thorns fagnaði tíðindunum á sínum miðlum og segist ætla að standa við bakið á leikmanninum.

Hún er nýbúin að skrifa undir samning sem gerði hana launahæsta leikmanni bandarísku deildarinnar.

Sophia skoraði einmitt 24. og síðasta mark sitt fyrir bandaríska landslðið í leik á móti Íslandi í október síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×