„Ykkar er valið. Sleppið öllum gíslunum strax, ekki seinna, og skilið líkum fólksins sem þið hafið myrt samstundis. Ef ekki, þá er þetta búið spil fyrir ykkur,“ segir Trump þegar hann ávarpar Hamas-liðana.
„Einungis andstyggilegt og brenglað fólk geymir lík, og þið eruð andstyggileg og brengluð. Ég mun senda Ísraelsríki allt sem það þarf til þess að klára verkið. Engin meðlimur Hamas verður óhultur ef þið gerið ekki eins og ég segi.“
Trump segist hafa hitt gísla sem hefur þegar verið sleppt úr haldi Hamas og segir líf þeirra hafa verið lagt í rúst.
„Íbúar í Gaza: Falleg framtíð bíður ykkar, en ekki ef þið haldið gíslunum föngum. Ef þið gerið það eruð þið dauð! Veljið rétt. Sleppið föngunum núna, eða ykkar mun bíða helvíti!“