Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2025 08:35 Elín Klara Þorkelsdóttir hefur átt algjöra draumadaga. Hún varð bikarmeistari um síðustu helgi og hefur nú skrifað undir samning við sænska félagið Sävehof. vísir/Hulda Margrét Elín Klara Þorkelsdóttir, landsliðskona í handbolta og ein helsta stjarna Olís-deildarinnar, hefur skrifað undir samning til þriggja ára við sænsku meistarana í IK Sävehof. Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla. Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
Elín Klara mun þó klára tímabilið með Haukum en heldur svo til Svíþjóðar í sumar. Sävehof er ríkjandi meistari og trónir á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með 29 stig, tveimur stigum á undan Skuru. Elín Klara kveður Hauka sem bikarmeistari, eftir að hafa unnið titilinn um helgina, og bætir mögulega við þann titil áður en leiktíðinni lýkur. Hún hefur í vetur skorað 129 mörk og átt 78 stoðsendingar fyrir Haukaliðið, í 16 leikjum, og skarað fram úr í báðum tölfræðiþáttum í allri deildinni sé horft til meðaltals. Hún er annar Íslendingurinn í þessari viku sem Sävehof tilkynnir um því Birgir Steinn Jónsson fer frá Aftureldingu til félagsins í sumar. „Ég er hæstánægð með þá ákvörðun að fara til félags eins og Sävehof. Þetta er sterkt lið og umhverfið hjá félaginu er virkilega gott. Þetta er stórt og gott skref fyrir mig til þess að verða enn betri leikmaður og ég hlakka til að verða hluti af Sävehof,“ segir Elín Klara sem þar með verður atvinnumaður líkt og Orri Freyr bróðir hennar sem spilar í Portúgal. Elín Klara lék sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Hauka í febrúar 2020, þá 15 ára að aldri. Tímabilið eftir varð hún stór hluti af liðinu og síðan var ekki aftur snúið og hefur Elín Klara verið valin besti leikmaður deildarinnar undanfarin tvö tímabil. Uppgangur hennar hefur verið samofin uppgangi Haukaliðsins sem um síðustu helgi vann bikarmeistaratitilinn í fyrsta skiptið síðan 2007. Þá er Elín Klara mikilvægur hlekkur í íslenska landsliðinu og fór á sitt fyrsta stórmót í desember síðastliðnum, þegar EM var haldið. Hún hefði farið á HM ári áður en missti af mótinu vegna meiðsla.
Olís-deild kvenna Haukar Sænski handboltinn Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Nagelsmann ætlaði ekki að sýna Norður-Írum vanvirðingu Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira