Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. mars 2025 12:08 Tony Wroten í leik með Philadelphia 76ers. ap/Matt Slocum Ekkert verður af því að bandaríski körfuboltamaðurinn Tony Wroten, sem spilaði 145 leiki í NBA-deildinni á sínum tíma, leiki með Selfossi í 1. deildinni á þessu tímabili. Útlendingastofnun synjaði umsókn hans um dvalarleyfi. Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ. Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira
Wroten samdi við Selfoss undir lok síðasta árs og æfði með liðinu í janúar. Hann hefur hins vegar ekki spilað með Selfossi þar sem umsókn hans um dvalarleyfi var hafnað. Fyrir þremur árum fékk Wroten þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir aðkomu sína að umfangsmiklu svikamáli átján fyrrverandi leikmanna í NBA sem reyndu að svíkja fé út úr velferðarkerfi deildarinnar. Þeir fölsuðu reikninga fyrir læknisþjónustu sem var aldrei innt af hendi. Upphæðirnar í svikamálinu námu um fjórum milljónum Bandaríkjadala. „Hann kemur til landsins til að spila fyrir Selfoss og í desember er sótt um leyfi fyrir hann á grundvelli þess að hann sé íþróttamaður. En því var hafnað á þeim forsendum að hann hefði brotið gegn lögum er varða allt að sextán ára fangelsi á Íslandi,“ sagði Sverrir Sigurjónsson, lögmaður Selfoss, í samtali við Vísi í síðasta mánuði. Selfyssingar skiluðu inn rökstuðningi um að Wroten væri ekki hættulegur samfélaginu eða ógn við land og þjóð. En aftur fengu þeir neikvætt svar frá Útlendingastofnun. Samkvæmt heimildum Vísis íhuga Selfyssingar að áfrýja úrskurði Útlendingastofnunnar enda hefur Wroten sýnt áhuga á að spila með liðinu á næsta tímabili. Aðeins þrjár umferðir eru eftir af 1. deildinni þar sem Selfoss er í ellefta og næstneðsta sæti með tíu stig. Á morgun mætir liðið KFG í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Í viðtali við Vísi á dögunum sagðist Wroten hafa myndað sterk tengsl við Selfoss og Ísland þennan mánuð sem hann dvaldi hér. „Þessi mánuður var frábær. Ég elska Ísland og Selfoss. Og ég trúi því að þennan stutta tíma sem ég var þarna hafi ég breytt öllu liðinu, frá leikmönnum og þjálfara. Sýnt þeim hvað þarf til að vinna. Hvernig á að undirbúa sig og ekki vera sáttur með einn sigur heldur vilja meira,“ sagði Wroten. Wroten lék sem fyrr sagði 145 leiki í NBA á sínum tíma. Eftir að hafa spilað eitt ár með Washington háskólanum valdi Memphis Grizzlies Wroten með 25. valrétti í nýliðavalinu 2012. Hann lék með liðinu í eitt tímabil en var svo skipt til Philadelphia 76ers. Á sínu fyrsta tímabili með Sixers skoraði Wroten 13,0 stig, tók 3,2 fráköst og gaf 3,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Tímabilið 2014-15 lék Wroten þrjátíu leiki fyrir Sixers og skoraði í þeim að meðaltali 16,9 stig, tók 2,9 fráköst, gaf 5,2 stoðsendingar og stal boltanum 1,6 sinnum áður en hann sleit krossband í hné. Eftir að NBA-ferlinum lauk hefur Wroten farið víða og spilað í Eistlandi, Póllandi, á Spáni, í Egyptalandi, Grikklandi og Úrúgvæ.
Körfubolti UMF Selfoss Mest lesið Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Sport Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik Handbolti Hleraði leikhlé Norðmanna Handbolti Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Handbolti Fleiri fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Sjá meira