„Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 13:02 Luis Enrique er sigurviss fyrir kvöldið, enda yfirspilaði lið hans Liverpool í síðustu viku. Getty/Antonio Borga Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, er fullur sjálfstrausts fyrir leik liðs hans við Liverpool á Anfield í kvöld. Um er að ræða síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
Á einhvern ótrúlegan hátt vann Liverpool fyrir leik liðanna 1-0 en PSG hafði algjöra yfirburði í París síðasta miðvikudag. Harvey Elliott stakk rýtingi í hjarta stuðningsmanna PSG með marki undir lok leiks. PSG var með algjöra yfirburði allan leikinn en frammistaða Alisson Becker í marki Liverpool var á meðal þeirra betri sem sést hafa í keppninni. Búast má við frábrugðnum leik í kvöld þar sem Liverpool á til að skapa sérstaka stemningu á Anfield á Meistaradeildarkvöldum. Þeir rauðklæddu vilja vafalaust sýna betri frammistöðu en í síðustu viku. Luis Enrique, þjálfari PSG, er hins vegar fullur sjálfstrausts. „Jafnvel þó við séum undir eftir fyrri leikinn munum við spila okkar eigin leik frá byrjun. Þrátt fyrir úrslitin í París hefðum við ekki viljað spila neitt öðruvísi,“ sagði Enrique á blaðamannafundi í gær. „Það eina í stöðunni er að vinna og það er það sem keyrir okkur áfram. Ég held að það komi Arne Slot ekki á óvart hvernig við stillum upp, rétt eins og ég hef ákveðnar hugmyndir um það hvernig hann mun stilla upp,“ segir Enrique sem telur að sigurlið kvöldsins fari alla leið í úrslit. „Ég mun ekki gefa upp hvernig við nálgumst leikinn, en við munum sjá tvö af bestu liðum Evrópu sem eru bæði fær um að komast í úrslit Meistaradeildarinnar. Og ég tel að liðið sem fer áfram muni fara alla leið,“ segir Enrique enn fremur. Leikur Liverpool og PSG er klukkan 20:00 í kvöld og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Franski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33 Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34 Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20 Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53 Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Fleiri fréttir „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Sjá meira
Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Liverpool, Bayern, Barcelona og Inter eru í góðum málum eftir leiki gærkvöldsins í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Mörkin úr leikjum þeirra má nú sjá á Vísi. 6. mars 2025 09:33
Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Eins og það er erfitt að verða fórnarlamb ráns eða stuldar hefur fyrirbærið sífellt orðið glamúriseraðra í alþjóðlegri poppmenningu undanfarin ár. 6. mars 2025 11:34
Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Alisson Becker átti algjöran stórleik í kvöld þegar Liverpool sótti 1-0 sigur til Parísar í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Brasilíski markvörðurinn bjargaði Liverpool hvað eftir annað og liðið skoraði síðan sigurmarkið eftir langa sendingu fram völlinn frá Alisson. 5. mars 2025 22:20
Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Liverpool getur þakkað fyrir að fara til baka frá París með 1-0 sigur á Paris Saint Germain en það lá á liðinu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. 5. mars 2025 21:53