55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur Páll Eiríksson skrifar 11. mars 2025 12:28 Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt. Vísir/Viktor Freyr Knattspyrnugoðsögnin Rúnar Kristinsson hefur engu gleymt þrátt fyrir að hafa lagt skóna á hilluna fyrir tæpum tveimur áratugum. Hann sýndi snilli sína í æfingaferð Fram. Rúnar er þjálfari Fram sem býr sig undir komandi átök í Bestu deildinni í æfingaferð á Spáni. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að Rúnar hefur litlu gleymt þrátt fyrir að leikmannsferlinum hafi lokið árið 2007. Hann skorar þar beint úr aukaspyrnu, sem hann smyr í skeytin. Spyrnurnar eru tvær, ein með hægri og önnur með vinstri fæti. Myndskeið af skotum Rúnars má sjá að neðan. https://t.co/e2rikKKECv https://t.co/YHkBC88AiW pic.twitter.com/xKGbWHwkPh— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) March 10, 2025 Rúnar lék á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Íslands hönd, milli 1987 og 2004. Hann var leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins þar til Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik árið 2021. Rúnar lék með KR frá 1986 til 1994 áður en við tók farsæll atvinnumannaferill frá 1995 til 2007. Hann lék fyrir Örgryte í Svíþjóð, Lilleström í Noregi og lengst af með Lokeren frá 2000 til 2007. Hann lauk svo ferlinum hjá KR sumarið 2007. Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira
Rúnar er þjálfari Fram sem býr sig undir komandi átök í Bestu deildinni í æfingaferð á Spáni. Myndbönd eru í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sjá má að Rúnar hefur litlu gleymt þrátt fyrir að leikmannsferlinum hafi lokið árið 2007. Hann skorar þar beint úr aukaspyrnu, sem hann smyr í skeytin. Spyrnurnar eru tvær, ein með hægri og önnur með vinstri fæti. Myndskeið af skotum Rúnars má sjá að neðan. https://t.co/e2rikKKECv https://t.co/YHkBC88AiW pic.twitter.com/xKGbWHwkPh— Íslenskur Fótbolti (@islenskurf) March 10, 2025 Rúnar lék á sínum tíma 104 landsleiki fyrir Íslands hönd, milli 1987 og 2004. Hann var leikjahæsti leikmaður í sögu landsliðsins þar til Birkir Bjarnason lék sinn 105. landsleik árið 2021. Rúnar lék með KR frá 1986 til 1994 áður en við tók farsæll atvinnumannaferill frá 1995 til 2007. Hann lék fyrir Örgryte í Svíþjóð, Lilleström í Noregi og lengst af með Lokeren frá 2000 til 2007. Hann lauk svo ferlinum hjá KR sumarið 2007.
Íslenski boltinn Fótbolti Fram Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ Sjá meira