Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. mars 2025 19:19 Markmiðið með uppbyggingunni er að styrkja fyrirliggjandi byggð. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur dregið úr fyrirhuguðum áformum um þéttingu byggðar í Grafarvogi. Þetta kemur fram í nýjum drögum tillögu að aðalskipulagsbreytingu um fjölgun íbúa í grónum hverfum. Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi. Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Fyrstu hugmyndir um uppbyggingu í Grafarvogi voru kynntar íbúum í september árið 2024 á opnu húsi. Þar var gert ráð fyrir 476 íbúðum en þeim hefur verið fækkað nú í 340. Til að mynda verða fjórtán einbýli, tuttugu íbúðir í tíu parhúsum og 130 íbúðir í sjö fjölbýlishúsum. „Með íbúðaruppbyggingu í grónum svæðum er verið að stuðla að aukinni skilvirkni á húsnæðismarkaði og skapa tækifæri til að mæta brýnni húsnæðisþörf með skjótari hætti og skapa fjölbreytileika húsagerða og búsetukosta hverfisins,“ stendur í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar. Mikil óánægja var meðal íbúa í Grafarvogi, þá sérstaklega þeirra sem búa í Rimahverfi. Íbúar við Sóleyjarima og Smárarima stofnuðu undirskriftalista til að mótmæla byggingu fjölbýlishúss á svæði milli gatnanna. Þegar upprunalega tillagan var birt í skipulagsgáttinni bárust alls 848 athugasemdir frá íbúum. Flestar þeirra vörðuðu Víkurhverfi og Sóleyjarima. Hér má sjá svæðið milli Sóleyjarima og Smárarima þar sem byggja átti stórt fjölbýlishús. Grafík/Sara „Við Sóleyjarima var byggingarmagn minnkað frá samkeppnistillögu sem var 8000 fermetra í 4650 fermetra sem gerir alls 42% minnkun á byggingarmagni. Íbúðir voru 80 á samkeppnisstigi en verða alls 52,“ stendur í tilkynningunni. Þá verði öll byggð á tveimur hæðum í stað tveggja til þriggja og bílastæðahús fjarlægt. Í Víkurhverfi var íbúðum fækkað úr 48 í tólf við Hamravík og Breiðavík. Þá var hætt við að byggja tólf íbúðir við Víkurskóla „til að skerða ekki framtíðaruppbyggingu lóðar tengda leikskóla og skóla.“ Við Gangveg er nú gert ráð fyrir íbúðabyggð með 48 íbúðum í staðinn fyrir 68. Við Völundarhús var hætt við framkvæmdir á einni lóð en þar áttu að rísa einbýli og tvíbýlishús en einnig var fyrirhugað parhús með átta íbúðum en þær verða einungis sex. Tvær einbýlishúsalóðir voru teknar út við Garðsstaði, ein við Tröllaborgir, ein við Vesturfold ásamt einni lóð við Fannafold þar sem „hún þótti ákjósanleg fyrir leiksvæði í framtíðinni.“ Íbúðum við Lokinhamra var fækkað úr fjórtán íbúðir í átta. Kynningarfundur verður haldinn í næstu viku á Borgum í Grafarvogi.
Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira