Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2025 21:05 Mest er ekið á sauðfé og ekki síst í Austur Skaftafellssýslu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi hefur verulegar áhyggjur af því hvað ekið er mikið á búfé í umdæminu með tilheyrandi skemmdum á bílum og dauðum skepnum, aðallega sauðfé. Á árunum 2014 til 2024 var ekið 1550 sinnum á búfé með tilheyrandi tjónum. Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Það er í mörg horn að líta hjá starfsfólki Lögreglunnar á Suðurlandi enda mörg málin, sem þarf að sinna. Eitt af þeim er vandræðaástand, sem skapast oft vegna lausagöngu búfjár en samkvæmt tölum, sem Grétar Már, varðstjóri á Höfn í Hornafirði hefur tekið saman þá var ekið 1550 sinnum á búfé á árunum 2014 til 2024. Mest er ekið á búfé á vegunum í Austur Skaftafellssýslu. „Síðan 2014 þá eru þetta orðnir 1550 gripir sem hafi verið tilkynntir eða komið inn á okkar borð. Þetta er mikill fjöldi eða eins og þrjú stór fjárbú,” segir Grétar Már og bætir við. „Það sem ég hef verið að taka saman eru aðallega sauðfé en það er svo mikið við vegina, sérstaklega þarna í austur sýslunni og það er líka verið að keyra á hross og hreindýr en langmest sauðfé og það er það sem við höfum svolítið áhyggjur af.” Grétar Már segir að í langflestum tilfellum þegar ekið er á búfé drepist það strax. En erum við að tala um ógætilegan akstur ökumanna eða hvað? „Nei, ég myndi ekki segja það. Ég held bara og maður hefur séð það að skepnurnar stökkva bara upp á veginn. Við erum náttúrulega með mikið af ferðamönnum, sem eru ekki vanir svona í umferðinni.” Grétar Már Þorkelsson, varðstjóri hjá Lögreglunni á Suðurlandi á Höfn í Hornafirði, sem hefur tekið saman hvað það hefur verið ekið oft á búfé á árunum 2014 til 2024.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvaða ráðleggingar á Grétar Már vegna lausagöngu búfjár við vegi? „Bara að girða í raun og veru.” Og þetta í blálokin frá varðstjóranum. „Passið ykkur bara á kindunum í vor og akið varlega,” segir Grétar Már. Mikið tjón verður oft á ökutækjum eftir að ekið hefur verið á búfé.Aðsend
Landbúnaður Sveitarfélagið Hornafjörður Sauðfé Lögreglumál Umferðaröryggi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira