Sem doktorsnemi styð ég Silju Báru til Rektors Háskóla Íslands Eva Jörgensen skrifar 13. mars 2025 14:01 Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sem doktorsnemi við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands hef ég fylgst með rektorskosningum háskólans af miklum áhuga og stendur Silja Bára upp úr sem sá leiðtogi sem mér finnst háskólinn þarfnast á þessum tíma. Í fyrsta lagi tel ég mikilvægt fyrir Háskóla Íslands að hafa einstakling úr félagsvísindum í forsvari sínu. Félagsvísindi eru oft ekki álitin „alvöru vísindi” sem hefur endurspeglast í ágangi á heiður greinarinnar undanfarið, ásamt gengisfellingu á fræðum okkar og framlagi til íslensks samfélags. Þetta viðhorf kristallast enn fremur í lokun deilda og niðurfellingu samfélagsrannsókna, meðal annars í Ungverjalandi og Bretlandi. Dæmin eru víða og má nefna hið nýlegasta frá Bandaríkjunum en þar hafa doktorsnemar og nýdoktorar misst stöður og rannsóknarverkefni í stórum stíl sem annars hefðu auðgað þekkingu okkar á málefnum svo sem hnattrænni heilsu og samfélagslegum ójöfnuði. Vegið er að akademísku frelsi, ekki sér fyrir endann á því og því er mikilvægara en nokkru sinni fyrr að hafa öflugan málsvara samfélagsrannsókna sem skilur mikilvægi þeirra í menntunar- og rannsóknarlandslagi bæði innan lands og utan. Stefnumál Silju Báru snúa að styrkingu háskólans á öllum sviðum. Hún leggur áherslu á að bæta fjármögnun og innviði skólans, vernda rannsóknir og akademískt frelsi. Einnig vill hún bæta starfs- og námsumhverfi, auka jafnrétti og fjölbreytileika sem og að efla sjálfbærni og nútímavæða kennslu. Einnig tek ég undir með hugmyndum hennar um að greiða fyrir ráðningu akademísks starfsfólks sem myndi lyfta Grettistaki fyrir okkur sem stöndum snemma í okkar starfsferli og höfum margt að bjóða til að styrkja stöðu Háskóla Íslands en búum engu að síður við mikið starfsóöryggi og verulega lág launakjör sem hamlar starfsþróun okkar og framlagi. Það sem gerir Silju Báru því einstaka meðal frambjóðenda að mínu mati er raunverulegur áhugi hennar á að hlusta á og vinna með öllum aðilum háskólasamfélagsins. Sem dæmi þá sótti hún eftir því að setjast niður með doktorsnemum á Félagsvísindasviði til að hlusta á sjónarmið okkar og áhyggjuefni. Þessi nálgun endurspeglar stefnu hennar um gagnsæi og uppbyggingu trausts og samvinnu innan háskólans. Sem doktorsnemi er ég viss um að Silja Bára hafi þá sýn og leiðtogahæfni sem þarf til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina og tryggja að rödd ungs fræðafólks, og þá sérstaklega doktorsnema, sé heyrð og virt. Því mun ég setja X við Silju þann 18. mars. Höfundur er doktorsnemi á Félagsvísindasviði, stundakennari við Háskóla Íslands og gjaldkeri Seiglu, félags doktorsnema á Félagsvísindasviði.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun