Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Árni Sæberg skrifar 13. mars 2025 14:48 Trausti vandar Gunnari Smára ekki kveðjurnar í löngum pistli á Facebook. Vísir Trausti Breiðfjörð Magnússon, fyrrverandi borgarfulltrúi Sósíalista, segist ekki aðeins hafa hætt í borgarstjórn vegna veikinda heldur hafi flokksforystan ráðskast með hann. Hann hafi til að mynda gefið þrjár milljónir af borgarstjórnarlaunum sínum til styrktarsjóðsins Vorstjörnunnar en engar þakkir fengið fyrir. Óhætt er að fullyrða að erfið staða sé komin upp innan raða Sósíalista eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Í gær sagðist hann útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í gærkvöld vegna ásakananna. Í gærkvöldi gáfu þrjár áhrifakonur í flokknum út yfirlýsingu þar sem ásökunum Karls Héðins var alfarið vísað á bug. Líflegar umræður hafa farið fram á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins, þar sem fólk hefur meðal annars velt því fyrir sér hvernig sé unnt að skrá sig úr flokknum. Getur ekki þagað lengur „Ég hef verið að velta mörgu fyrir mér eftir atburði gærdagsins. Lengi vel hélt ég mér til hlés í þeirri von að hlutirnir myndu lagast innan flokksins. En það gerðist ekki. Það sem gerðist í gær var bara enn ein staðfestingin á mynstri sem margir hafa reynt að benda á: óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla sem á sér stað undir yfirskini baráttu fyrir réttlæti. Ég get ekki lengur þagað.“ Svo hefst færsla Trausta Breiðfjörð Magnússonar í áðurnefndum Facebookhópi. Hann var annar borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins frá kosningum árið 2022 til september 2024, þegar hann sagði af sér vegna veikinda. Nú segir hann veikindi ekki hafa verið einu ástæðuna fyrir afsögninni. Hefði átt að vita betur en að líta upp til Gunnars Smára Í færslu sinni lýsir hann því hvernig hann hóf störf innan Sósíalistaflokksins, ekki síst vegna þess að hann leit upp til Gunnars Smára. Hann hafi ekki trúað orði af því sem fólk sagði um formanninn. „Þetta var allt í mínum eyrum einhver áróður auðvaldsins eða afbrýðisamra aðila. Ég var yngri en ég er nú, þá um 25 ára en hefði samt kannski átt að vita betur.“ Hann hafi staðið að sjónvarpsþáttum um Úkraínustríðið, ásamt áðurnefndum Karli Héðni, og svo gefið kost á sér á lista í borgarstjórnarkosningum. Hann hafi ekki búist við því að fá annað sætið en hafi tekið sér leyfi frá vinnu og lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. „Sú barátta skilaði sér á lokametrunum, og ég var kominn inn. Ég hlakkaði til að berjast. Og það gekk vel framan af.“ Formaðurinn með puttana í verkum fulltrúanna Þegar leið á hafi hann þó farið að taka eftir mörgu undarlegu í starfi flokksins. „Gunnar Smári var ítrekað að skipta sér af mínum störfum og Sönnu [Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borginni]. Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík – mál sem ég barðist sérstaklega gegn af persónuverndarástæðum. Það leiddi meðal annars til þess að meirihlutinn þurfti að draga tillögurnar í land og gera úrbætur.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalista í borgarstjórn. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Gunnar Smára Egilsson í þeim deilum sem nú virðast geisa innan Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Brink Þá hafi formaðurinn sagt honum að hann ætti að leiða eitthvað sem héti Baráttulistinn. Hugmyndin hafi verið að setja saman lista fólks sem sinnti því að koma á laggirnar baráttusamtökum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. „Á þessum tíma var ég bókstaflega í 200% starfi í borginni, undir mjög miklu álagi. Mér fannst ég þó ekki vera í þeirri stöðu að geta sagt nei við formanninn. Ég sagði já, og reyndi að fara í þetta.“ Hann hafi verið búinn að safna saman fólki á þennan lista og boða til fundar. Þar hafi verið samþykkt að koma á laggirnar félagi einstæðra mæðra, enda hefði Gunnar Smári fyrirskipað stofnun slíks félags. „En mér fannst þó vanta alla leiðsögn frá formanninum um hvernig ætti að gera þetta. Hann henti mér bara í þessa djúpu laug og ég átti að redda þessu. Maður fékk aldrei neina handleiðslu í neinu.“ Þegar á hólminn hafi verið komið hafi María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar, hins vegar tilkynnt honum að hún ætlaði að taka fólk af listanum og færa yfir í málefnastjórn. Hann ætti ekki að „stela“ fólkinu af henni, þrátt fyrir að hann hafi verið fyrri til að ræða við fólkið. „Mér féllust hendur. Þarna sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu hvernig hlutirnir virkuðu: formennskan var ekki byggð á samvinnu eða lýðræði heldur persónulegum valdtökum. Borgaði tíund fyrir skatt til starfsins Trausti segir álagið hafa verið mjög mikið, enda hafi hann verið í fullu starfi sem borgarfulltrúi en einnig að framleiða þætti á Samstöðinni ásamt Sönnu Magdalenu. Á þeim 28 mánuðum sem hann vann sem borgarfulltrúi hafi hann lagt um þrjár milljónir króna af launum sínum til Vorstjörnunnar, samtaka sem eiga að styðja við hagsmunabaráttu almennings. Það er um það bil tíund launa borgarfulltrúa, fyrir skatt. „Ég upplifði aldrei neinn stuðning eða þakklæti frá formanninum – heldur var krafan alltaf sú að maður þyrfti að gera meira.“ Algjör kulnun á líkama og sál Skömmu áður en hann lét af störfum sem borgarfulltrúi hafi Gunnar Smári krafist þess að þau Sanna breyttu þáttum sínum á Samstöðinni. Þau ættu að gera innslög þar sem þau færu á vettvang og væru með þrjá mismunandi liði í hverjum þætti. Nafninu á þættinum hafi verið breytt og þau skellt sér í verkefnið. Þetta hafi verið þegar líða fór á veturinn 2023. Þarna hann verið kominn í þá stöðu að vera í fullu starfi sem borgarfulltrúi og að sinna þáttagerð, sem hafi líka verið full vinna þar sem hann hefði einnig klippt innslögin. „Stuttu seinna var ég farinn í algjöra kulnun á sál og líkama. Ég gat ekki meir. Ég upplifði að ég gæti ekki talað við neinn um þetta. Ég sagðist hafa hætt vegna veikinda, sem þetta var auðvitað í raun. Það var fleira sem spilaði inn í, eins og ónýt mjöðm og miklir verkir. En ég velti því fyrir mér hvort ég hefði getað haldið út þetta kjörtímabil í flokki þar sem maður hefði fundið fyrir stuðningi en ekki menningu þar sem fólki finnst það eiga rétt á að ráðskast með aðra. Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera ekki að gera nóg. Þannig var stemmingin og pressan sem maður var undir.“ Veit að hann er ekki einn um upplifunina Trausti segir að þegar hann líti til baka sjái hann hvernig verklagið innan flokksins virkaði. Fólk sem var duglegt og vildi leggja sitt af mörkum hafi verið keyrt út og þaggað niður hafi verið niður í því ef það gagnrýndi eitthvað eða hafði aðrar áherslur. Þeir sem bentu á vandamál hafi annað hvort verið hundsaðir eða eða þeim látið líða eins og þeir væru sjálfir vandamálið. „Ég upplifði þetta sjálfur – og ég veit að ég er ekki einn um það.“ „En það sem er kannski enn alvarlegra er sú meðvirkni sem leyfir þessu að viðgangast. Það eru of margir sem vita hvernig þetta virkar en kjósa að þegja. Sumir af ótta við að missa áhrif eða stöðu, aðrir af því þeir telja að flokkurinn sé stærri en einstaklingarnir sem hann særir og brýtur niður.“ Ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við Að lokum segir Trausti að flokkur sem eigi að berjast gegn kúgun og óréttlæti þurfi að geta tekið á innanbúðarkúltúr. Það sé ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við. „Ég vona að þeir sem hafa svipaða sögu og ég hætti að þegja. Við skuldum okkur sjálfum það – og baráttunni sem við trúum á.“ Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að erfið staða sé komin upp innan raða Sósíalista eftir að Karl Héðinn Kristjánsson, forseti ungra Sósíalista, sagði sig úr kosningastjórn Sósíalistaflokksins í mótmælaskyni. Í gær sagðist hann útskúfaður fyrir að segja sannleikann um „ofríki, andlegt ofbeldi og trúnaðarbrot“ Gunnars Smára Egilssonar, formanns framkvæmdastjórnar flokksins. Gunnar Smári boðaði til skyndifundar í gærkvöld vegna ásakananna. Í gærkvöldi gáfu þrjár áhrifakonur í flokknum út yfirlýsingu þar sem ásökunum Karls Héðins var alfarið vísað á bug. Líflegar umræður hafa farið fram á Facebooksíðu Sósíalistaflokksins, þar sem fólk hefur meðal annars velt því fyrir sér hvernig sé unnt að skrá sig úr flokknum. Getur ekki þagað lengur „Ég hef verið að velta mörgu fyrir mér eftir atburði gærdagsins. Lengi vel hélt ég mér til hlés í þeirri von að hlutirnir myndu lagast innan flokksins. En það gerðist ekki. Það sem gerðist í gær var bara enn ein staðfestingin á mynstri sem margir hafa reynt að benda á: óheilbrigð menning, þöggun og valdníðsla sem á sér stað undir yfirskini baráttu fyrir réttlæti. Ég get ekki lengur þagað.“ Svo hefst færsla Trausta Breiðfjörð Magnússonar í áðurnefndum Facebookhópi. Hann var annar borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins frá kosningum árið 2022 til september 2024, þegar hann sagði af sér vegna veikinda. Nú segir hann veikindi ekki hafa verið einu ástæðuna fyrir afsögninni. Hefði átt að vita betur en að líta upp til Gunnars Smára Í færslu sinni lýsir hann því hvernig hann hóf störf innan Sósíalistaflokksins, ekki síst vegna þess að hann leit upp til Gunnars Smára. Hann hafi ekki trúað orði af því sem fólk sagði um formanninn. „Þetta var allt í mínum eyrum einhver áróður auðvaldsins eða afbrýðisamra aðila. Ég var yngri en ég er nú, þá um 25 ára en hefði samt kannski átt að vita betur.“ Hann hafi staðið að sjónvarpsþáttum um Úkraínustríðið, ásamt áðurnefndum Karli Héðni, og svo gefið kost á sér á lista í borgarstjórnarkosningum. Hann hafi ekki búist við því að fá annað sætið en hafi tekið sér leyfi frá vinnu og lagt sig allan fram í kosningabaráttunni. „Sú barátta skilaði sér á lokametrunum, og ég var kominn inn. Ég hlakkaði til að berjast. Og það gekk vel framan af.“ Formaðurinn með puttana í verkum fulltrúanna Þegar leið á hafi hann þó farið að taka eftir mörgu undarlegu í starfi flokksins. „Gunnar Smári var ítrekað að skipta sér af mínum störfum og Sönnu [Magdalenu Mörtudóttur, oddvita flokksins í borginni]. Hann sendi okkur skilaboð þar sem hann meðal annars sagði okkur að hætta að ræða svona mikið um myndavélamálið í borginni, sem snerist um að fjölga ætti öryggismyndavélum í Reykjavík – mál sem ég barðist sérstaklega gegn af persónuverndarástæðum. Það leiddi meðal annars til þess að meirihlutinn þurfti að draga tillögurnar í land og gera úrbætur.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir er oddviti Sósíalista í borgarstjórn. Hún hefur lýst yfir stuðningi við Gunnar Smára Egilsson í þeim deilum sem nú virðast geisa innan Sósíalistaflokksins.Vísir/Anton Brink Þá hafi formaðurinn sagt honum að hann ætti að leiða eitthvað sem héti Baráttulistinn. Hugmyndin hafi verið að setja saman lista fólks sem sinnti því að koma á laggirnar baráttusamtökum þeirra sem höllum fæti standa í samfélaginu. „Á þessum tíma var ég bókstaflega í 200% starfi í borginni, undir mjög miklu álagi. Mér fannst ég þó ekki vera í þeirri stöðu að geta sagt nei við formanninn. Ég sagði já, og reyndi að fara í þetta.“ Hann hafi verið búinn að safna saman fólki á þennan lista og boða til fundar. Þar hafi verið samþykkt að koma á laggirnar félagi einstæðra mæðra, enda hefði Gunnar Smári fyrirskipað stofnun slíks félags. „En mér fannst þó vanta alla leiðsögn frá formanninum um hvernig ætti að gera þetta. Hann henti mér bara í þessa djúpu laug og ég átti að redda þessu. Maður fékk aldrei neina handleiðslu í neinu.“ Þegar á hólminn hafi verið komið hafi María Pétursdóttir, formaður málefnastjórnar, hins vegar tilkynnt honum að hún ætlaði að taka fólk af listanum og færa yfir í málefnastjórn. Hann ætti ekki að „stela“ fólkinu af henni, þrátt fyrir að hann hafi verið fyrri til að ræða við fólkið. „Mér féllust hendur. Þarna sá ég í fyrsta skipti svart á hvítu hvernig hlutirnir virkuðu: formennskan var ekki byggð á samvinnu eða lýðræði heldur persónulegum valdtökum. Borgaði tíund fyrir skatt til starfsins Trausti segir álagið hafa verið mjög mikið, enda hafi hann verið í fullu starfi sem borgarfulltrúi en einnig að framleiða þætti á Samstöðinni ásamt Sönnu Magdalenu. Á þeim 28 mánuðum sem hann vann sem borgarfulltrúi hafi hann lagt um þrjár milljónir króna af launum sínum til Vorstjörnunnar, samtaka sem eiga að styðja við hagsmunabaráttu almennings. Það er um það bil tíund launa borgarfulltrúa, fyrir skatt. „Ég upplifði aldrei neinn stuðning eða þakklæti frá formanninum – heldur var krafan alltaf sú að maður þyrfti að gera meira.“ Algjör kulnun á líkama og sál Skömmu áður en hann lét af störfum sem borgarfulltrúi hafi Gunnar Smári krafist þess að þau Sanna breyttu þáttum sínum á Samstöðinni. Þau ættu að gera innslög þar sem þau færu á vettvang og væru með þrjá mismunandi liði í hverjum þætti. Nafninu á þættinum hafi verið breytt og þau skellt sér í verkefnið. Þetta hafi verið þegar líða fór á veturinn 2023. Þarna hann verið kominn í þá stöðu að vera í fullu starfi sem borgarfulltrúi og að sinna þáttagerð, sem hafi líka verið full vinna þar sem hann hefði einnig klippt innslögin. „Stuttu seinna var ég farinn í algjöra kulnun á sál og líkama. Ég gat ekki meir. Ég upplifði að ég gæti ekki talað við neinn um þetta. Ég sagðist hafa hætt vegna veikinda, sem þetta var auðvitað í raun. Það var fleira sem spilaði inn í, eins og ónýt mjöðm og miklir verkir. En ég velti því fyrir mér hvort ég hefði getað haldið út þetta kjörtímabil í flokki þar sem maður hefði fundið fyrir stuðningi en ekki menningu þar sem fólki finnst það eiga rétt á að ráðskast með aðra. Ég hálfskammaðist mín fyrir að vera ekki að gera nóg. Þannig var stemmingin og pressan sem maður var undir.“ Veit að hann er ekki einn um upplifunina Trausti segir að þegar hann líti til baka sjái hann hvernig verklagið innan flokksins virkaði. Fólk sem var duglegt og vildi leggja sitt af mörkum hafi verið keyrt út og þaggað niður hafi verið niður í því ef það gagnrýndi eitthvað eða hafði aðrar áherslur. Þeir sem bentu á vandamál hafi annað hvort verið hundsaðir eða eða þeim látið líða eins og þeir væru sjálfir vandamálið. „Ég upplifði þetta sjálfur – og ég veit að ég er ekki einn um það.“ „En það sem er kannski enn alvarlegra er sú meðvirkni sem leyfir þessu að viðgangast. Það eru of margir sem vita hvernig þetta virkar en kjósa að þegja. Sumir af ótta við að missa áhrif eða stöðu, aðrir af því þeir telja að flokkurinn sé stærri en einstaklingarnir sem hann særir og brýtur niður.“ Ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við Að lokum segir Trausti að flokkur sem eigi að berjast gegn kúgun og óréttlæti þurfi að geta tekið á innanbúðarkúltúr. Það sé ekki hægt að krefjast réttlætis út á við en beita kúgun inn á við. „Ég vona að þeir sem hafa svipaða sögu og ég hætti að þegja. Við skuldum okkur sjálfum það – og baráttunni sem við trúum á.“
Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Tengdar fréttir Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins„Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ „Við höfnum ásökunum Karls Héðins Kristjánssonar, sem birti í dag póst um afsögn sína úr kosningastjórn flokksins síðastliðna helgi, um að „hunsa lýðræðislega gagnrýni, viðhalda óheilbrigðri menningu og refsa þeim sem benda á vandamálin.“ 12. mars 2025 18:45