Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 10:02 Líkt og svo oft áður er Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. AP Photo/Manu Fernandez Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA. 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Elías eftirsóttur á Íslandi og fall gæti skilað honum heim Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti