Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Valur Páll Eiríksson skrifar 14. mars 2025 10:02 Líkt og svo oft áður er Real Madrid í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. AP Photo/Manu Fernandez Í gærkvöld kláruðust 16-liða úrslit í Evrópudeild og Sambandsdeild karla í fótbolta og ljóst hvernig átta liða úrslitin líta út í öllum þremur Evrópukeppnum UEFA. 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu kláruðust í fyrrakvöld og síðustu ár hefði þurft að bíða þess að dregið yrði í næstu umferð. Vegna nýs fyrirkomulags á Evrópukeppnunum liggur hins vegar fyrir hvernig keppnirnar líta út allt til loka. Að neðan má sjá hvernig útlitið er fyrir framhaldið í keppnunum. Meistaradeild Evrópu Arsenal og Aston Villa eru fulltrúar Englands í Meistaradeildinni en ljóst er að aðeins annað þeirra hefur kost á að komast í úrslitin, enda eru þau innan sama hluta keppninnar. Vinni þau sína leiki mætast þau í undanúrslitum. PSG sló Liverpool út eftir vítaspyrnukeppni.AP Photo/Jon Super Líklegt þykir þó að Paris Saint-Germain slái lærisveina Unai Emery úr leik eftir frábæra frammistöðu gegn Liverpool og þá er verkefni Arsenal ekki einfalt, er liðið mætir Real Madrid. Barcelona mætir Borussia Dortmund hinu megin og vinni Börsungar bíður þeirra annað hvort lið Bayern Munchen eða Inter Milan. 8-liða úrslit Paris Saint-Germain - Aston Villa Arsenal - Real Madrid Barcelona - Borussia Dortmund Bayern Munchen - Inter Milan Líkt og PSG þurfti Real Madrid vítakeppni til að slá grannana í Atlético úr leik.Thomas COEX / AFP Undanúrslit PSG/Aston Villa - Arsenal/Real Madrid Barcelona/Dortmund - Bayern/Inter Evrópudeildin Einnig eru tvö ensk lið í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Tottenham og Manchester United geta mæst í úrslitum, komist liðin svo langt. Tottenham mætir Frankfurt og svo annað hvort Bodö/Glimt eða Lazio í undanúrslitum. Bruno Fernandes skoraði þrennu til að skjóta United áfram.AP Photo/Dave Thompson Manchester United sló Orra Stein Óskarsson og félaga í Real Sociedad úr keppni í gær. Næst mætir liðið Lyon og vinnist franska liðið er það annað hvort Rangers frá Glasgow eða baskaliðið Athletic Bilbao. 8-liða úrslit Bodö/Glimt - Lazio Tottenham - Frankfurt Rangers - Athletic Bilbao Lyon - Manchester United Wilson Odobert skoraði tvö þegar Spurs fóru áfram í gær.AP Photo/Ian Walton Undanúrslit Bodö/Lazio - Tottenham/Frankfurt Rangers/Athletic - Lyon/Man Utd Sambandsdeildin Chelsea þykir langlíklegast til árangurs í Sambandsdeildinni, en Albert Guðmundsson og félagar hans í Fiorentina auk Real Betis eru talin líkleg í úrslit. Albert skoraði eitt marka Fiorentina sem sló Sverri Inga Ingason og félaga í Panathinaikos úr keppni í gær. Albert skoraði í gær en lið hans hefur tapað í úrslitum keppninnar tvö ár í röð.Image Photo Agency/Getty Images Fiorentina hefur farið í úrslit keppninnar tvö ár í röð, í bæði skipti án árangurs. Liðið tapaði fyrir West Ham í úrslitum 2023 og fyrir Olympiakos í fyrra. Það er því spurning hvort allt sé þegar þrennt er hjá fjólubláum. Chelsea þarf að komast í gegnum Legiu frá Varsjá og svo annað hvort Djugården eða Rapid Wien til að fara í úrslit. 8-liða úrslit Real Betis - Jagiellonia Bialystok Celje - Fiorentina Legia Varsjá - Chelsea Djurgården - Rapid Vín Undanúrslit Betis/Jagiellonia - Celje/Fiorentina Legia/Chelsea - Djurgården/Rapid Vín Allir leikirnir sem eftir eru í keppnunum þremur verða sýndir ýmist á Stöð 2 Sport, Vodafone Sport eða Viaplay.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Fótbolti UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira