Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Sindri Sverrisson skrifar 14. mars 2025 17:01 Donni, eða Kristján Örn Kristjánsson, á æfingu landsliðsins í Safamýri í dag. Vísir „Það er langt síðan ég hef verið hérna þannig að það er gott að vera kominn aftur,“ segir Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, sem er mættur aftur í íslenska handboltalandsliðið og skoraði sex mörk gegn Grikkjum í öruggum sigri á miðvikudaginn. Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Donni er að kynnast nýjum liðsfélögum í landsliðinu enda gríðarlega mikið um forföll vegna meiðsla. Engu að síður vann Ísland lið Grikkja með sannfærandi hætti ytra á miðvikudag og ætlar sér að gera það sama í Laugardalshöll á morgun. Með sigri tryggir Ísland sér formlega farseðilinn á EM í janúar. „Helmingnum af þessum strákum hef ég aldrei spilað með. Þetta er því smá frábrugðið. En það er alltaf eins að ganga inn í landsliðið. Maður þarf bara að vera klár og spila með þeim sem eru að spila hverju sinni,“ segir Donni og tekur undir að það sé krefjandi að fara í leiki með mönnum sem hafi lítið spilað sig saman. „Maður var að efast stundum í leiknum [á miðvikudag], hvernig menn væru að spila. Það spilar auðvitað inn í þegar þú ert ekki búinn að spila hundrað leiki með gæjanum við hliðina á þér. Við getum klárlega spilað okkur betur saman,“ segir Donni sem var annar af markahæstu mönnum íslenska liðsins á miðvikudag. Viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Donni spenntur fyrir öðrum slag við Grikki „Ég held að það sé klárt hvert mitt hlutverk er í þessu liði. Það er að vera skotógn og mér fannst það ganga vel upp. Um leið og ég fer að skjóta af 9-10 metra færi þá fara varnarmennirnir að koma út í mig og þá opnast fyrir alla aðra. Við þurfum að halda áfram að vinna með það, eins með Þorstein Leó sem þarf að skjóta og opna fyrir hina. Við erum spenntir fyrir morgundeginum og ætlum að spila þetta aðeins öðruvísi en síðast. Vera hnitmiðaðri. Við ætlum ekki að breyta neinum kerfum. Bara vera ákveðnari í því sem við gerum; Hérna ætla ég að sýna skotógn, ekki hérna, og svo framvegis. Vonandi verðum við betur samstilltir á morgun,“ segir Donni. Hann snýr nú aftur í hópinn hjá Snorra Steini Guðjónssyni, með Ómar Inga Magnússon, Viggó Kristjánsson og Teit Örn Einarsson alla utan hóps vegna meiðsla. „Það hefur ekki verið mikið spjall á milli okkar. Hann [Snorri] hefur valið sína menn í síðustu verkefni. Ég er búinn að vera á uppleið með öxlina og fannst fínt að fá smá pásu til að geta einbeitt mér að öxlinni og að vera heill þegar ég kæmi næst inn í liðið. Það er bara búið að vera fínt,“ segir Donni en viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Landslið karla í handbolta EM karla í handbolta 2026 Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira