Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2025 15:28 Foreldrar í Breiðholtsskóla hafa lýst yfir miklum áhyggjum af öryggi barna sinna. Vísir/Vilhelm Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafi komið fram um að ekkert hafi verið gert í málefnum Breiðholtsskóla. Gripið hafi verið til ýmissa úrræða. Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“ Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Foreldrar barna í sjöunda bekk Breiðholtsskóla eru á meðal þeirra sem hafa lýst yfir áhyggjum að ekkert virðist breytast varðandi öryggi barna í hverfinu. „Starfsfólk skóla- og frístundasviðs og Breiðholtsskóla hefur lagt sig fram um að vinna á þeim vanda sem fjallað hefur verið um undanfarið,“ segir í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði. Árás á barn sem átti sér stað utan skólatíma á miðvikudag sé að sjálfsögðu litin mjög alvarlegum augum. Málið teygi anga sína út fyrir skólann en starfsfólk hafi aðstoðað lögreglu í gær við rannsóknina og muni leggja henni lið eftir þörfum. „Skóla- og frístundasvið vísar þeim ummælum á bug sem ítrekað hafa komið fram um að ekkert hafi verið aðhafst af hálfu skólans eða sviðsins vegna vandans sem hefur verið til umfjöllunar.“ Gripið hafi verið til ýmissa úrræða til að bæta skólastarfið og líðan nemenda í skólanum. Þær eru taldar upp: Í skólanum hefur stuðningur og sérkennsla verið aukin, auk þess sem sérfræðingar hafa komið að málum. Hópaskipting var endurskoðuð og henni breytt til að skapa meiri ró og vinnufrið í 7. bekk. Velferðarsvið og barnavernd eru með aðkomu í málefnum einstakra barna og gerðar hafa verið ráðstafanir til að dreifa álagi og bæta líðan allra. Unnið hefur verið á grundvelli farsældarlaga og komið á samþættingu og stuðningsteymum til að samræma vinnubrögð skóla, velferðarsviðs og barnaverndar og eftir atvikum þriðja stigs úrræða á vegum ríkisins eins og barna og unglingageðdeildar, og stendur sú vinna yfir. Brúarskóli og Farteymi Suðurmiðstöðvar eru mikilvæg úrræði sem hafa nú verið nýtt. Hópefli er í árganginum í samvinnu við frístundamiðstöðina í hverfinu og Suðurmiðstöð. Komið hefur verið inn með forvarnarfræðslu bæði fyrir börn og foreldra. Jafnréttisskólinn hefur komið inn með fræðslu um samskipti, virðingu og ofbeldi. Landsteymi Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu (MMS) hefur komið inn auk þess sem stofnunin kemur að námsmati í bekknum. Skólastjórnendur telji að þær aðgerðir og þau úrræði bæði innan og utan skóla sem hafi komið til séu farin að skila árangri. „Vinnufriður er mun betri í skólanum en áður og nemendum líður betur. Áfram verður unnið að auknum stuðningi og sérkennslu.“ Aðkoma skóla- og frístundasviðs að börnum á þessum aldri, utan skólatíma, sé helst í gegnum félagsmiðstöðvarnar í hverfinu og Flotann, flakkandi félagsmiðstöð sem starfar í borginni við að greina hvar von sé á hópamyndunum og hættu á slæmri unglingamenningu og bregðast við eftir megni. „Það er gert í samvinnu við samfélagslögregluna auk þess sem nágrannasveitarfélögin hafa komið inn með starfsfólk um helgar þar sem unglingar hafa verið að safnast saman þvert á sveitarfélög.“ Utan skólatíma fari almennt starf fyrir unglinga í borginni fram í þeim 25 félagsmiðstöðvum sem skóla- og frístundasvið rekui. „Þar er boðið upp á uppbyggilegt frístundastarf fyrir 10–16 ára börn og unglinga. Sérstök áhersla er lögð á að ná til þeirra unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni.“
Skóla- og menntamál Reykjavík Ofbeldi barna Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira