Tryggjum framtíð endurnýjanlegrar orku á Íslandi Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar 15. mars 2025 09:01 Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum á mikilvægum tímamótum í orkumálum. Eftirspurn eftir raforku eykst stöðugt, en uppbygging nýrra endurnýjanlegra orkukosta hefur ekki haldið í við þróunina. Þetta ójafnvægi ógnar bæði orkuöryggi landsins og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Til að mæta aukinni eftirspurn, styðja við orkuskipti og standa við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum þurfum við einfaldari leyfisveitingar og skýrari reglur sem styðja við nauðsynlegar framkvæmdir. Frumvarp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um breytingar á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála – svokallað Hvammsvirkjunarfrumvarp – er stórt skref í þessa átt. Orka náttúrunnar styður þetta frumvarp, því það gerir okkur kleift að flýta fyrir nauðsynlegri og tímabærri uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta. ON skilaði inn umsögn til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um frumvarpið. Þar kemur m.a. fram að með fyrirliggjandi tillögu að breytingu á lögum um stjórn vatnamála er íslenska ríkið að nýta sér það svigrúm sem það hefur samkvæmt vatnatilskipuninni til að ákvarða í hvaða tilvikum hægt er að breyta vatnshloti. Mikilvægt er að hafa í huga að í evrópskri framkvæmd hefur ríkjum verið heimilt að breyta vatnshloti og þannig beita undanþáguheimild vatnatilskipunarinnar, í tilviki endurnýjanlegra orkukosta. Þetta hefur átt við vegna þess að það er í þágu almannaheilla að efla orkuöryggi og tryggja endurnýjanlega orkukosti. Einnig vegna þess að slíkar framkvæmdir væru í þágu alþjóðlegra skuldbindinga ríkja að draga úr losun. Í slíkum tilvikum er horft til þess að hagsmunamat fari fram og að mótvægisaðgerðir séu fyrirliggjandi m.a. með tilliti til vatnsgæða sem þurfi þá að vera þannig úr garði gerðar að neikvæðar afleiðingar af fyrirhuguðum framkvæmdum séu minni en sá samfélagslegi ávinningur sem af þeim geti orðið. Mikilvægt er að slíkar ákvarðanir séu teknar með heildarsýn að leiðarljósi, þar sem hagsmunir samfélagsins eru metnir og gripið sé til mótvægisaðgerða ef þörf er á. Orka náttúrunnar er lykilaðili í framleiðslu endurnýjanlegrar orku á Íslandi og hefur þá sérstöðu að vinna nær eingöngu með jarðhita. Jarðhitinn er einstök auðlind sem gerir okkur kleift að framleiða hreina, sjálfbæra og stöðuga orku árið um kring. Til að ON geti haldið áfram áætlunum sínum um aukna orkuöflun þarf að tryggja skýrar reglur og skilvirkt leyfisferli. Í umsögn okkar um títtnefnt frumvarp kemur jafnframt fram að fyrirtækið leggur áherslu á mikilvægi þess að skilvirkni í leyfisveitingum sé tryggð óháð öllu. Einnig að í lögum verði að finna ákvæði sem heimili flýtimeðferð eða útgáfu bráðabirgðaleyfis fyrir alla endurnýjanlega orkukosti og innviði þegar almannahagsmunir eru í húfi. Það gæti skipt sköpum í ljósi núverandi stöðu á íslenskum raforkumarkaði. ON leggur áherslu á að frumvarpið nái fram að ganga enda brýnt að styðja við uppbyggingu endurnýjanlegra orkukosta hér á landi svo tryggja megi aukið framboð raforku í ljósi þeirrar eftirspurnar sem fyrirséð er. Frumvarpið fylgir þeirri stefnu sem mörkuð hefur verið í Evrópu, þar sem undanþáguheimildir vatnatilskipunarinnar hafa verið nýttar fyrir endurnýjanlega orkukosti vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið og alþjóðlegar skuldbindingar ríkja um loftslagsmál. Ísland þarf að nýta þessa heimild til að hraða framgangi nauðsynlegra framkvæmda. ON hvetur Alþingi til að samþykkja frumvarpið og tryggja að Ísland haldi áfram að vera leiðandi í hreinni orkuvinnslu og þannig stuðla að auknu orkuöryggi og tryggi samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar. Við verðum að taka af skarið – framtíð orkuöryggis og samkeppnishæfni landsins er í húfi. Höfundur er lögmaður
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar