16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. mars 2025 20:05 Bílalestin með húsin þegar lagt var af stað frá Selfossi um miðjan dag á fimmtudaginn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Húsum á Húsavík fjölgað um sex í gær eftir að hafa verið upp á vörubílspöllum í sextán klukkutíma þar sem þau voru flutt á tólf vörubílum frá Selfossi í lögreglufylgd. Taka þurfti niður raflínur á nokkrum stöðum á leiðinni. Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Það tók töluverðan tíma og þurfti mikið skipulag við að koma öllum húseiningunum upp á vagna vörubílanna tólf en öll húsinu voru smíðuð á útisvæði SG húsa á Selfossi. Húsin voru svo flutt í lögreglufylgd á Húsavík þar sem meðalhraðinn var um 50 kílómetrar en ferðalagið tók um sextán klukkutíma en húsin voru smíðuð fyrir Leigufélagið Bjarg. „Þetta er töluverður viðbúnaður búin að vera í kringum þetta, töluverð vinna. Þetta voru náttúrulega 600 fermetrar af húsum plús bílarnir, þannig að við slöguðum í þúsund fermetra, sem voru á ferðinni með húsinu en það voru tólf trukkar í einu,” segir Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi. Það hlítur að vera gaman að taka þátt í svona verkefni eða hvað? „Já, það er alltaf gaman að taka þátt í verkefnum þegar þau ganga vel enda var ég með landsliðið af flutningabílstjórum með mér í þessu skemmtilega verkefni,” segir Kristján. Og þeir 55 starfsmenn, sem vinna hjá SG húsum á Selfossi hafa meira en nóg að gera að smíða einingahús, sem er flutt um allt land eins og þetta dæmi með Húsavík sýnir best. „Þetta eru bara timburhús, sem voru smíðuð hér á Selfossi og sett saman hérna og flutt síðan til Húsavíkur, hannað og smíðað á Selfossi,” segir Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri SG húsa. Hann er stoltur af verkefninu. „Já, það þarf ekki að flytja allt inn, þetta er íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður. Og við erum líka að byggja fjölbýlishús fyrir Bjarg en við fórum með 28 íbúðir á Akranes nýlega og erum að fara með 24 í Mosfellsbæ á næstunni,” segir Baldur. Kristján I. Vignisson, yfirmaður krana- og flutningaþjónustu hjá Jáverki á Selfossi (t.h.) og Baldur Pálsson, eigandi og framkvæmdastjóri hjá SG hús á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Húsnæðismál Norðurþing Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira