„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 16:28 Keir Starmer boðaði leiðtoga á fjarfund í morgun. AP/Leon Neal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer. Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer.
Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Sjá meira
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent