Enski boltinn

Tví­burarnir áttu Arnars og Bjarka stund með ung­lingaliði Man. Utd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tvíburarnir Jack og Tyler Fletcher fagna hér titli með átján ára liði Manchester United en nú eru þeir farnir að láta til sin taka með 21 árs liðinu þrátt fyrir að vera bara átján ára.
Tvíburarnir Jack og Tyler Fletcher fagna hér titli með átján ára liði Manchester United en nú eru þeir farnir að láta til sin taka með 21 árs liðinu þrátt fyrir að vera bara átján ára. Getty/Ash Donelon

Tvíburar í unglingaliði Manchester United eru að vekja mikla athygli og ekki bara vegna þess hver faðir þeirra er.

Jack Fletcher skoraði tvívegis fyrir 21 árs lið Manchester United í sigri á West Brom á föstudaginn en það var tvíburabróðir hans Tyler sem gaf stoðsendinguna í báðum mörkunum. United vann leikinn 5-1.

Það má segja að þeir hafi átt þarna Arnars og Bjarka stund en Bjarki Gunnlaugsson náði því sem dæmi að leggja upp þrjú mörk fyrir bróður sinn Arnar Gunnlaugsson í sigri ÍA á ÍBV í efstu deild karla á Íslandi sumarið 1992. Þeir lögðu einnig upp fjölda marka fyrir hvorn annan í yngri flokkum.

Þessi tvíburar ná líka einstaklega vel saman inn á vellinum og eru farnir að banka á dyrnar hjá aðalliði United.

Stuðningsmenn United og fleiri þekkja vel faðir þeirra Jacks og Tylers sem var Manchester United goðsögnin Darren Fletcher.

Fletcher varð fimm sinnum Englandsmeistari með Manchester United undir stjórn Sir Alex Ferguson en hann skoraði 24 mörk í 342 leikjum fyrir félagið frá 2003 til 2015.

Fletcher eignaðist tvíburastrákana 19. mars 2007 og það eru til myndir af honum fagna Englandsmeistaratitlinum með þá í fanginu.

Jack og Tyler byrjuðu reyndar í akademíu Manchester City en færðu sig yfir til Manchester United í júlí 2023.

Þrátt fyrir að vera tvíburabræður þá hafa þeir mæst í landsleik, Jack með enska sextán ára landsliðinu en Tyler með skoska sextán ára landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×