Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. mars 2025 16:17 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti mun ræða við Vladímír Pútín Rússland forseta símleiðis í vikunni að sögn sérstaks erindreka Bandaríkjaforseta sem heimsótti Moskvu í vikunni sem líður. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á CNN að hann hefði átt jákvæð samskipti við Vladímír Pútín í heimsókn hans til Moskvu í vikunni. Pútín segist tilbúinn að ræða vopnahlé en setti því mjög ströng skilyrði. Hann sagðist opinn fyrir tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga vopnahlé, sem Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar samþykkt. Pútín segist hafa áhyggjur af því að skilmálar vopnahlésins komi til með að gagnast Úkraínumönnum en Witkoff vildi ekki tjá sig um þær mótbárur sem stjórnvöld í Rússlandi hafa hreyft við tillögunni. Bandarísku sendinefndinni hafi tekist að mjaka Rússum og Úkraínumönnum nær samkomulagi og segir Witkoff að hann muni hitta Trump Bandaríkjaforseta í dag. „Hann tekur þátt í allri ákvarðanatöku og ég býst við því að forsetarnir muni eiga símtal í vikunni,“ segir hann. Fyrr í vikunni lét Pútín þau ummæli falla á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, að hann tryði því að Úkraínumenn myndu hagnast á þeirri tillögu sem liggur fyrir og að það myndi ekki tryggja langvarandi frið þar sem þær kvæðu ekki á um „rætur“ innrásar Rússlands. Hann sagði einnig að rússneskar hersveitir væru í framsókn á víglínunni endilangri og sagði það ljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn skilmálum vopnahlésins á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann hygðist þó ræða málið frekar við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Bandaríkjaforseta, sagði í viðtali á CNN að hann hefði átt jákvæð samskipti við Vladímír Pútín í heimsókn hans til Moskvu í vikunni. Pútín segist tilbúinn að ræða vopnahlé en setti því mjög ströng skilyrði. Hann sagðist opinn fyrir tillögu Bandaríkjanna að þrjátíu daga vopnahlé, sem Selenskí Úkraínuforseti hefur þegar samþykkt. Pútín segist hafa áhyggjur af því að skilmálar vopnahlésins komi til með að gagnast Úkraínumönnum en Witkoff vildi ekki tjá sig um þær mótbárur sem stjórnvöld í Rússlandi hafa hreyft við tillögunni. Bandarísku sendinefndinni hafi tekist að mjaka Rússum og Úkraínumönnum nær samkomulagi og segir Witkoff að hann muni hitta Trump Bandaríkjaforseta í dag. „Hann tekur þátt í allri ákvarðanatöku og ég býst við því að forsetarnir muni eiga símtal í vikunni,“ segir hann. Fyrr í vikunni lét Pútín þau ummæli falla á fundi með Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, að hann tryði því að Úkraínumenn myndu hagnast á þeirri tillögu sem liggur fyrir og að það myndi ekki tryggja langvarandi frið þar sem þær kvæðu ekki á um „rætur“ innrásar Rússlands. Hann sagði einnig að rússneskar hersveitir væru í framsókn á víglínunni endilangri og sagði það ljóst hvaða áhrif vopnahlé myndi hafa þar. Erfitt væri að segja til um hver bæri ábyrgð á brotum gegn skilmálum vopnahlésins á tvö þúsund kílómetra víglínu. Hann hygðist þó ræða málið frekar við Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Donald Trump Vladimír Pútín Tengdar fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Hörfa frá Kúrsk Úkraínskir hermenn virðast vera að hörfa frá yfirráðasvæði þeirra í Kúrskhéraði í Rússlandi, eða í það minnsta frá stórum hluta þess. Það er sjö mánuðum eftir að þeir komu rússneskum hermönnum á óvart með skyndilegri innrás í héraðið. 12. mars 2025 09:51