Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir og Pia Hansson skrifa 17. mars 2025 08:01 Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun