Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 11:55 Aðgerðasinnar mótmæla lögunum í október síðastliðnum. Getty/Corbis/Simona Granati Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun. Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið. Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið.
Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira