Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar 19. mars 2025 09:31 Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Öryggis- og varnarmál Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Morgunblaðið birtir þessa dagana greinaflokk eftir lagaprófessor sem vill að stofnaður verði íslenskur her. Því fleiri sem greinarnar verða og því meira sem hugsað er um málefnið verður betur ljóst að hugmyndin er glórulaus. Þeirri ábendingu ætti ég auðvitað að koma á framfæri í Morgunblaðinu sjálfu, en ég missti húmorinn fyrir að skrifa í Moggann þegar fyrir lá að þetta gamalgróna dagblað, sem kallast vill borgaralegt og hægri sinnað vildi styðja konu í æðsta embætti þjóðarinnar sem lýst hefur því yfir að hún vilji leyfa fóstureyðingar fram að fæðingu. Málflutningur um íslenskan her getur hljómað eins og falleg músík í eyrum stjórnmálamanna og -rótgróinna stjórnmálaflokka, sem (eins og Morgunblaðið) hafa slitnað af rótum sínum og dunda sér löngum stundum við að halda á lofti klikkuðum (woke) hugmyndum í stað þess að verja hugsjónir sínar og stefnumið í þágu íslensks almennings. Hernaðarhyggja er nýtt eftirlæti allra áhugamanna um woke-isma, hvort sem þeir aðhyllast vinstristefnu eða hnattvæðingarstefnu, en mörkin þarna á milli verða sífellt óljósari. Þeir sem tala gegn vígbúnaðarkapphlaupi, hatri og hervæðingu mega vænta þess að vera kallaðir „harðlínumenn“ eða jafnvel „öfgamenn“, og þessir stimplar verða breiðari með hverjum deginum og ná nú yfir þá Íslendinga sem aðhyllast enn hina klassísku sjálfstæðisstefnu, Bandaríkjamenn sem studdu stefnu Demókrata fyrir ca. 15 árum og Breta sem sakna gamla, góða Íhaldsflokksins. Málflutningur um íslenskan her hentar vel Sjálfstæðisflokki 21. aldar, sem misst hefur tengsl við venjulegt fólk, því hinn svokallaði „Sjálfstæðisflokkur“ nútímans gæti séð í þessu tækifæri til að fá að tala um mikilvægi sjálfstæðis og grafa um leið undan því í verki (eins og XD hefur gert með ítrekuðum stuðningi við frumvarpið um bókun 35). Stofnun íslensks hers gæti líkað opnað tækifæri fyrir alla þingflokka til að vinna saman (undir merkjum pólitísks rétttrúnaðar) að því að hlaða undir flokksgæðinga sína í alls kyns nefndum og ráðum og stjórnum. Hér skapast auðvitað líka tækifæri (fyrir réttu mennina) til að stofna fyrirtæki um vopnainnflutning sem fengju opinn aðgang að fjárhirslum ríkisins. Ef ná má þessum markmiðum með skrautyrðum og hástemmdu tali úr ræðustól Alþingis skiptir engu máli þótt kjarnafylgi flokkanna haldi áfram að fjarlægjast þá, því enn má sækja peninga úr ríkissjóði og jafnvel hækka greiðslur með því að uppfæra lög um stjórnmálaflokka. En hvað á íslenskur her að verja? M.ö.o. hver eru þau verðmæti sem íslenskur almenningur gæti talið svo dýrmæt að verja beri þau með byssum og blóði? Er það landið sem kjörnir fulltrúar okkar í sveitarstjórnum ætla, án andmæla frá almenningi, að afhenda erlendum fjárfestum undir vindorkuver um leið og kjörnir fulltrúar okkar á Alþingi hafa opnað þær flóðgáttir með innleiðingu regluverks frá ESB? Er það tungumálið okkar sem stjórnvöld vinna að því að jaðarsetja, án andmæla frá almenningi? Er það kvenfrelsið og jafnréttið sem (án andmæla frá almenningi) mun fyrirsjáanlega eyðast samhliða vexti trúarbragða sem kenna að konur séu réttlægri körlum? Hvað á að verja með vopnum sem Íslendingar vilja ekki verja með lögum? Sem fámenn örþjóð í stóru landi hafa Íslendingar ekki haft tök á að verjast með vopnum. Lögin hafa verið vopn okkar, sbr. m.a. sjálfstæðisbaráttu 19. aldar, þorskastríðin, útfærslu efnahagslögsögunnar, Ice-save málin og neyðarlögin eftir fjármálahrunið. Firring ráðamanna, flokka og ríkisstyrktra fjölmiðla er orðin algjör ef gefa á þeirri hugmynd undir fótinn að örþjóð eins og Íslendingar geti varist með innlendum her, á sama tíma og eina vopn þjóðarinnar, íslensk lög, er slegið úr höndum hennar með lagasetningu um bókun 35 og síðar beinni aðild að ESB, allt í þeim tilgangi að gera erlend lög rétthærri almennum lögum frá Alþingi. Höfundur er lögmaður sem gerði tvær úrslitatilraunir árið 2024 til að vekja Íslendinga af værum svefni.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun