Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 20. mars 2025 07:48 Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum. Ástæðan er augljós, enda skipa stjórnvöld konungsríkisins sér í hóp með verstu mannréttindabrjótum heims þegar kemur að réttindum kvenna. Forsvarsmaður Amnesty International samtakanna orðaði það svo að slakur árangur Sádi-Arabíu í að vernda og efla réttindi kvenna afhjúpaði gríðarlega gjá á milli veruleika kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu, annars vegar, og hins vegar væntinga framkvæmdastjórnar kvennanefndarinnar. Óhlýðnar konur í Sádi-Arabíu En hver er veruleiki kvenna og stúlkna í Sádi-Arabíu? Samkvæmt þarlendum lögum fara karlmenn formlega með forsjá (e. male guardianship) yfir konum og löggjöfin leggur blessun yfir heimilis- og kynferðisofbeldi í hjónabandi. Forsjáin er ýmist í höndum feðra, bræðra eða eiginmanna. Réttur kvenna til hjónaskilnaðar er mjög takmarkaður og forsjá barna er sjálfkrafa í höndum feðra. Ferðafrelsi kvenna í Sádi-Arabíu er mjög lítið, enda þurfa þær leyfi karlmanns til athafna. Algengt er að karlmenn leiti til lögreglu vegna „óhlýðni“ kvenna, m.a. í formi fjarveru frá heimili. Eru konur þá handteknar og færðar með valdi til síns heima. Baráttukonur fyrir kvenréttindum í Sádi-Arabíu sæta ofsóknum; handtökum og varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu yfirvalda. Þær hljóta þunga fangelsisdóma og sem dæmi má nefna 11 ára dóm konu fyrir að styðja kvenréttindi á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem yfirvöld flokkuðu sem ósæmilegan. Amnesty á Íslandi hefur vakið athygli á ofsóknum yfirvalda í Sádi-Arabíu sem leiða jafnvel til dauða á meðan þau verji miklum fjármunum í ímyndarherferð til að blekkja umheiminn. Þátttaka konungsríkisins í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna er vafalaust mikilvægur hluti af þeirri herferð. Táknmynd kúgunar kvenna stýrir kvennanefnd Ísland hafði ekki beina aðkomu að skipun Sádi-Arabíu til formennskunnar. En við höfum verið mjög gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum m.a. á vettvangi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa réttindi kvenna verið ofarlega á blaði, t.a.m. í gagnrýni sem utanríkisráðherra Sjálfstæðisflokksins leiddi. Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli. - Ég sakna þess að heyra frá íslenskum stjórnvöldum sem eru í betri stöðu en oft áður til að tjá sig um þessi mál, m.a. vegna setu sinnar í mannréttindaráðinu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun