Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar 20. mars 2025 12:33 Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Sjá meira
Israel Katz, varnarmálaráðherra Ísraels, hótaði í gær íbúum Gaza með orðunum „Þetta er lokaviðvörun“.[1] Orð varnarmálaráðherrans koma eftir að Ísrael rifti vopnahléssamningnum með grimmilegum árásum á Gaza. 710 manneskjur hafa verið myrtar af Ísraelsher síðastliðna tvo sólahringa, að frátöldum þeim sem liggja undir húsarústum. Lokaviðvörun Katz á ekki bara við um íbúa Gaza. Þetta er lokaviðvörun til alþjóðasamfélagsins. Lokaviðvörun til þess að grípa til raunverulegra aðgerða og koma í veg fyrir frekari þjóðarmorð og þjóðernishreinsanir. Forsætisráðherra viðraði á síðasta ári ítrekað hugmyndir sínar um að leiða saman Norðurlöndin og önnur Evrópuríki í samtal um viðskiptaþvinganir. Það gerði hún m.a. í grein sem hún birti á Vísi í mars 2024 og í viðtali hjá sama miðli tveimur mánuðum seinna.[2,3] Í viðtali við Heimildina í október sl. minnti forsætisráðherra svoá að Samfylkingin hafi gefið skýrt út að Ísland eigi að hafa forystu um að leiða Norðurlandaþjóðir og fleiri Evrópuríki inn í samtal um viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gaza. „Við eigum að gera þetta af þunga og alvöru,“ sagði forsætisráðherra.[4] Staðan í Palestínu og brot Ísraela á alþjóðalögum hafa einungis versnað síðan forsætisráðherra tjáði sig ítrekað um að leiða Norðurlöndin og fleiri Evrópuríki saman og innleiða viðskiptaþvinganir. Ísrael hefur virt ályktanir Öryggisráðs og allsherjarþings SÞ að vettugi og hunsar öll alþjóðalög, alla bráðabirgðaúrskurði Alþjóðadómstólsins, öll áköll og fordæmingar alþjóðasamfélagsins. Fulltrúar Viðreisnar og Samfylkingarinnar á kosningafundi Félagsins Ísland-Palestína 25. nóvember síðastliðinn voru Sigmar Guðmundsson, þingflokksformaður Viðreisnar og Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis. Þau sögðu að flokkar þeirra styddu kæru Suður-Afríku fyrir alþjóðadómstólnum og viðskiptaþvinganir. Þau sögðu enn frekar að kafli um þetta þyrfti að vera í stjórnarsáttmála. Ég vitna í forseta Alþingis Þórunni Sveinbjarnardóttur: „Hvernig ætlum við að beita okkur innan Nató? Hvernig ætlum við að beita okkur með Norðurlöndunum, hvernig ætlum við að beita okkur fyrir viðskiptaþvingunum, hvernig ætlum við að beita okkur þannig að það verði sett vopnasölubann gagnvart Ísrael, sem er kannski það mikilvægasta núna? …Og ég tek undir með Sigmari, allt þetta verður að vera alveg skýrt þegar ný ríkisstjórn er mynduð.”[5] Ekkert af þessu var skýrt í stjórnarsáttmálanum né í yfirlýsingum þingmanna eftir kosningar. Síðustu daga hefur forsætisráðherra talað um að hún hafi átt „óformleg samtöl” þegar hún er innt eftir því af fjölmiðlum hvort hún standi við orð sín um að eiga frumkvæði að samtali við Norðurlöndin um efnahagslegar- og pólitískar refsiaðgerðir gegn Ísrael. Tími „óformlegra samtala” var í besta falli fyrir 18 mánuðum síðan og sýnir engan veginn þann þunga og alvöru sem forsætisráðherra lýsti yfir að Samfylkingin myndi sýna málinu. Ríkisstjórnin verður að standa við orð sín og sýna það siðferðisþrek sem forsætisráðherra sagði að ríkisstjórn hennar myndi gera. Þjóðin hefur sannarlega sýnt það, meðal annars þegar hún kaus þessa ríkisstjórn til valda sem lofað hafði aðgerðum fyrir Palestínu. Orð Israel Kantz í gær voru lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hversu mörg þurfa morðin að verða til að ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur standi við orð sín? Ríkisstjórnir um allan heim verða að grípa til aðgerða strax. Á morgun komum við saman fyrir framan ríkisstjórnarfund við Hverfisgötu 4 kl: 8:45 og sýnum ríkisstjórninni að við ætlumst til þess að hún standi við orð sín. Höfundur er stjórnarmaður í Félaginu Ísland-Palestína. [1] https://www.ruv.is/frettir/erlent/2025-03-20-israelar-veita-gazabuum-lokavidvorun-439277 [2] https://www.visir.is/g/20242548417d/varanlegt-vopnahle-og-sjalfstaed-palestina [3] https://www.visir.is/g/20242577941d/is-land-leidi-nordur-londin-saman-og-innleidi-vidskiptathvinganir [4] https://heimildin.is/grein/22888/ [5] https://www.facebook.com/share/v/18Ehh4ezUT/
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun