Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 08:25 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. „Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“ Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
„Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“
Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira