Búnaðarþing og geltandi hundar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2025 07:04 Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson, sem fengu landbúnaðarverðlaunin 2025, hér með Hönnu Katrínu ráðherra, sem afhenti verðlaunin. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi. Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira