Búnaðarþing og geltandi hundar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. mars 2025 07:04 Bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson, sem fengu landbúnaðarverðlaunin 2025, hér með Hönnu Katrínu ráðherra, sem afhenti verðlaunin. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er brekka hjá bændum landsins en á sama tíma tækifæri, sem bændur ætlar sér að nýta,” sagði formaður Bændasamtakanna meðal annars við setningu Búnaðarþings í morgun, auk þess að ræða um geltandi hunda í vegköntum við sveitabæi. Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það var hátíðarstemming við setningu Búnaðarþings í dag. Forseti Íslands mætti, ráðherrar og alþingismenn og að sjálfsögðu bændur og búalið. Um tveggja daga Búnaðarþing er að ræða á Hótel Natura í Reykjavík þar sem fjölbreytt málefni landbúnaðarins verða til umræðu. Formaður Bændasamtakanna setti þingið formlega, ásamt því að fara yfir málefni bænda í ræðu sinni. Því næst flutti frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ávarp þar sem hún koma víð við þegar landbúnaðar eru annars vegar og atvinnuvegaráðherra, Hanna Katrín kom líka víða við í ræðu sinni. Hún fékk einnig það hlutverk að afhenda landbúnaðarverðlaunin 2025 en þau hlutu bændurnir á Brúnastöðum í Fljótum í Skagafirði eða þau Stefanía Hjördís Leifsdóttir og Jóhannes Ríkharðsson. En hvernig er staða íslenskra bænda í dag? „Það eru brekkur en það eru líka tækifæri og við erum að einbeita okkur því og ætlum okkur að sækja okkur þessi tækifæri og nýta þau og ég finn að bændur eru tilbúnir í það,” segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Trausti talaði um geltandi hunda í ræðu sinni við sveitabæi. „Ég trúi því Magnús Hlynur að við viljum öll hafa líf í sveitunum og partur af því er að það séu geltandi hundar í vegkanti,” sagði Trausti við fréttamann. Atvinnuvegaráðherra, sem er að fara með formanni Bændasamtakanna í hringferð um landið til að hitta bændur eru bjartsýni á stöðu landbúnaðarins. „Mér líst vel á stöðuna. Það eru klárlega allskonar áskoranir, sem að bændur og stjórnvöld standa frammi fyrir þegar kemur að þessari mikilvægu atvinnugrein en við vitum það líka að í áskorunum felast líka tækifæri og þetta er sterkur og samheldin hópur, sem er með þetta markmið, sem varðar framtíðina og varðar fæðuöryggi og við munum finna leiðir,” segir Hanna Katrín. Hanna Katrín Friðriksson, Atvinnuvegaráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og einn af hápunktum við setningu Búnaðarþings var að fagna 30 ára afmæli Bændablaðsins, sem kemur út á hálfs mánaðar fresti. Fjölmenni sótti setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson En lokaorðin til bænda og þeirra fjölskyldna frá forseta Íslands voru þessi: „Þið eruð mikilvægur hlekkur í samfélaginu og þjóðhagslega afar mikilvæg. Ástríðar ykkar á starfinu skiptir máli og hefur bæði bein og óbein áhrif á líf fólks og líðan, sem og öryggi þjóðarinnar. Þið megið vera stolt af þessu ábyrgðarhlutverki,” sagði Halla. Frú Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason, eiginmaður hennar mættu við setningu Búnaðarþings í morgun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Halla Tómasdóttir Landbúnaður Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira