Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. mars 2025 19:01 Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan. Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur var skipuð 22. desember síðastliðinn. Segja má að fyrsti mánuðurinn hafi verið nokkuð rólegur en það var áður en nýtt þing kom saman sem fyrsta hneykslismál Flokks fólksins reið yfir. Það var 21. janúar sem greint var frá því að flokkurinn hefði þegið 240 milljónir króna í styrki úr ríkissjóði þrátt fyrir að hafa ekki uppfyllt skilyrði. Morgunblaðið greindi fyrst frá málinu og gekk hvað harðast fram. Það vakti hörð viðbrögð hjá flokknum. Inga Sæland, formaðurinn sagði daginn eftir að blaðið væri óvandaður falsfréttamiðill í eigu auðmanna og ákveðinna stjórnmálaafla. Tveimur vikum síðar lagði Sigurjón Þórðarson, þingmaður flokksins, það til að ríkisstyrkir til Morgunblaðsins yrðu endurskoðaðir vegna umfjöllunarinnar. „Sem að lyktar óneitanlega af hrútspungafýlunni sem flæðir úr Hádegismóum. Það er alveg með ólíkindum dylgjurnar sem hér eru settar fram. Það er með hreinum ólíkindum að þurfa að sitja undir svona dylgjum,“ sagði Inga í ræðustóli á Alþingi 20. febrúar. Og það var engin lognmolla. 27. janúar birtist frétt á Vísi um að Inga hefði hringt í skólastjóra Borgarholtsskóla og meðal annars sagst hafa ítök í lögreglunni. Barnabarn Ingu nemur við skóna og hafði glatað Nike-skóm á göngum skólans. Skórnir höfðu verið teknir í misgripum og var skilað. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag.“ Undir lok febrúarmánaðar birtust svo fréttir af því að VR hefði greitt Ragnari Þór Ingólfssyni rúmar tíu milljónir króna þegar hann lét af embætti formanns til að taka sæti á þingi. Ragnar sagði biðlaunin færi beint í neyðarsjóð fjölskyldunnar. Aðrir verkalýðsforingjar, til dæmis Sólveig Anna Jónsdóttir í Eflingu, hneyksluðust á málinu. Það var svo í síðustu viku sem héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ríkinu í vil í bótamáli Ásthildar Lóu vegna meintra mistaka fulltrúa sýslumanns eftir uppboð á heimili hennar árið 2017. Eftir að dómurinn féll sagði Ásthildur Lóa á Facebook að hún væri löngu hætt að gera ráð fyrir réttlæti hjá íslenskum dómstólum. „Eins og ég segi get ég alveg gert það núna, beðist afsökunar á þessum ummælum. Vegna þess að ég get ekki fullyrt svona um dómstólana yfir allt,“ sagði Ásthildur Lóa eftir ríkisstjórnarfund fyrir viku síðan.
Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Barnamálaráðherra segir af sér Alþingi Fréttaskýringar Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent „Mál að linni“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira