Öflugt eftirlit með dyravörðum í gærkvöldi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. mars 2025 15:53 Það var þétt eftirlit með miðborginni í nótt. Myndin er af vettvangi á föstudag. Vísir/Kolbeinn Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði öflugt eftirlit við skemmtistaðina í miðborginni vegna atburða föstudagskvöldsins. Hald var lagt á brúsa við vinnstöð dyravarða á einum stað, sem talinn er innihalda piparúða. Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum. Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Lögregla hefur reglulegt eftirlit með skemmtistöðum í miðborginni en settur var aukinn þungi í eftirlitið í miðborginni í nótt. Á föstudagskvöld voru tveir fluttir á sjúkrahús eftir líkamsárásir á Ingólfstorgi. Annar hlaut þrjú stungusár og hinn höfuðhögg en báðir hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi. Þrettán voru handteknir í tengslum við málið og tvö önnur mál sem talin eru tengjast. Allir hafa verið látnir lausir. Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist málið deilum starfsmanna tveggja dyravörslufyrirtækja og eiga erjurnar rætur sínar að rekja til ólöglegrar starfsemi þar sem tvær fylkingar keppast um völd í undirheimunum. „Við vorum með öflugt eftirlit með dyravörðum, að passa að það væru menn með réttindi í lagi. Það var bara þétt eftirlit við veitingastaðina til að gæta þess að allt færi fram með frið og spekt,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri í samtali við fréttastofu. Aukið eftirlit næstu vikur Inntur eftir því hvort eftirlit í miðborginni verði aukið næstu helgar segir hann það líklegt. „Við eigum eftir að skoða atburði þessarar helgar með heildrænum hætti eftir helgina og sjá hvaða leiðir við teljum bestar í því. Það er ekki ólíklegt að það verði aukið eftirlit næstu helgar, og ekki bara helgar heldur næstu vikur.“ Lögregla hefur óskað eftir því að þeir sem voru á og við Ingólfstorg á föstudagskvöld fari í gegn um síma sína og sjái hvort þeir eigi upptökur frá torginu. Mikil umferð hafi verið á þeim tíma sem árásin varð og því líklegt að upptökur af henni leynist á einhverjum símum.
Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05 Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01 Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Óska eftir myndefni af Ingólfstorgi frá vitnum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að myndefni frá vegfarendum sem áttu leið um Ingólfstorg þegar stunguárás átti sér stað og hópslagsmál. 23. mars 2025 14:05
Dyraverðir keppist um völd í undirheimunum Þrettán manns voru handteknir á víð og dreif um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl frá Ingólfstorgi í gær, einn af þeim með þrjú stungusár. Að sögn lögreglu er rannsókn málsins viðamikil. 22. mars 2025 19:01
Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunn Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 22. mars 2025 18:10