Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 10:19 Rúmlega þrjátíu ára gamalt ástarsamband Ásthildar Lóu Þórsdóttur við þá sextán ára gamlan dreng hefur valdið hræringum í íslenskum stjórnmálum síðustu daga. Vísir/Arnar Barnsfaðir Ásthildar Lóu Þórsdóttur var nýorðinn sextán ára og sjálfráða þegar barn kom undir. Forsætisráðuneytið segir engum trúnaði hafa verið heitið konunni sem vakti athygli á málinu þvert á fullyrðingar hennar. Konan segist nýverið hafa komist að því að Ásthildur Lóa væri konan sem átti barnið, verið misboðið og því sett sig í samband við ráðuneytið. Allt fór á annan endann eftir að Ríkisútvarpið greindi frá því síðdegis á fimmtudag að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum dreng þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Þau kynntust í trúarsöfnuðinum Trú og líf. Hún var jafnframt sökuð um að hafa komið í veg fyrir að barnsfaðirinn, Eiríkur Ásmundsson, gæti umgengist barnið. Ráðherrann greindi opinberlega frá afsögn sinni í viðtali sem tekið var á sama tíma og fyrsta frétt um málið var sögð á RÚV. Atburðarásin hófst þegar fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins sendi forsætisráðuneytinu erindi með ósk um fund með forsætisráðherra fyrr í þessum mánuði. Ráðuneytið var sakað um að rjúfa trúnað við konuna með því að greina Ásthildi Lóu frá erindi hennar sem varð til þess að ráðherrann setti sig beint í samband við hana. Meint trúnaðarbrot Ásakanir um meint trúnaðarbrot forsætisráðuneytisins byggjast annars vegar á umfjöllun RÚV og hins vegar fullyrðingum Ólafar Björnsdóttur, tengdamóður Eiríks. RÚV fullyrti að starfsmenn forsætisráðuneytisins hefðu fullvissað sendanda erindisins um að öll erindi væru trúnaðarmál. Ásthildur Lóa hefði þrátt fyrir það fengið upplýsingar um inntak erindisins og hver sendi það. Hún hringdi bæði í Ólöfu og fór heim til hennar í kjölfarið. Ólöf fullyrti síðan sjálf í viðtali við RÚV að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði brotið trúnað með því að láta Ásthildi Lóu vita af erindi hennar. Hún hefði hringt í ráðuneytið og verið sagt að alger trúnaður væri um erindi sem send væru þangað inn. Forsætisráðuneytið birti á sunnudag tölvupósta og aðrar upplýsingar um samskipti Ólafar við stjórnarráðið um Ásthildi Lóu. Samkvæmt þeim ræddi Ólöf við starfsmann þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins, sem sér um símsvörun fyrir öll ráðuneyti. Efnisatriði málsins hafi ekki verið rædd og Ólöfu ekki heitið trúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er ekki til upptaka af símtalinu. Í fyrsta tölvupósti sínum til ráðuneytisins krafðist Ólöf fundar með Kristrúnu forsætisráðherra án þess að taka fram hvers vegna. Í næsta erindi sínu sagði Ólöf að málið varðaði Ásthildi Lóu og tók fram að það væri í góði lagi að hún sæti fundinn með Kristrúnu. Á þessum tímapunkti, þegar forsætisráðuneytið hafði aðeins þær upplýsingar um erindi Ólafar að það varðaði Ásthildi Lóu og að hún mætti vera viðstödd fund með henni, sendi aðstoðarmaður forsætisráðherra aðstoðarmanni Ásthildar Lóu skjáskot af fundarbeiðni Ólafar til þess að kanna hvort ráðherrann kannaðist við hana. Þar kom fram nafn Ólafar, símanúmer og heimilisfang sem hún sendi með erindi sínu. Tveimur dögum síðar sendi Ólöf ritara forsætisráðuneytisins tölvupóst þar sem kom meðal annars fram að annar sona Ásthildar Lóu væri rangfeðraður. Forsætisráðuneytið afmáði stóran hluta þess tölvupósts áður en það birti gögnin opinberlega vegna þess að hann varðaði einkamálefni einstaklinga. Þann sama dag ákvað ráðuneytið að samþykkja ekki kröfu Ólafar um fund. „Samræðisaldurinn“ Fjallað hefur verið um samband Ásthildar Lóu við Eirík í samhengi við lögræðisaldur og lagaákvæði um samræði við börn og ungmenni. Samkvæmt því sem komið hefur fram var Eiríkur fimmtán ára þegar þau Ásthildur Lóa kynntust. Barn þeirra hafi komið undir skömmu eftir að Eiríkur varð sextán ára gamall. Á þeim tíma sem samband þeirra varði var sjálfræðissaldur sextán ár á Íslandi en hann er nú átján ár. Ekki er til neitt sem kallast „samræðisaldur“ í íslenskum lögum þótt oft sé vísað til hans. Þá er átt við ákvæði almennra hegningarlaga um samræði við börn eða unglinga. Í núgildandi lögum er miðað við börn yngri en fimmtán ára. Þegar Ásthildur Lóa og Eiríkur voru saman var viðmiðið fjórtán ár. Strangari lög gilda ef eldri einstaklingurinn er í einhvers konar valda- eða trúnaðarstöðu gagnvart barni eða ungmenni. Á 10. áratug síðustu aldar kváðu lög á um allt að tíu ára fangelsi ef einstaklingur hefði samræði við barn eða ungmenni sem honum hefði verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Þá lögðu lögin allt að þriggja ára fangelsi við því að einstaklingur hefði samræði við barn yngra en átján ára ef hann „misnotar freklega“ þá aðstöðu sína að það sé skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi. RÚV fullyrti að Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarf sem Eiríkur var þátttakandi í hjá trúarhópnum Trú og líf. Sjálf neitaði Ásthildur Lóa því í langri yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Hún hefði hvorki verið forstöðumaður né leiðbeinandi heldur ein af hópnum. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, sagði í Silfrinu í gærkvöldi að Eiríkur hefði tjáð þeim að Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarfið. Halldór Lárusson, einn af stofnendum Trúar og lífs, sagði Vísi að hann kannaðist ekki við að sérstakir leiðbeinendur hefðu verið í hópnum og að Ásthildur Lóa hefði ekki verið á meðal leiðtoga hópsins á þeim tíma sem hann tók þátt í starfinu. Hann fullyrðir enn fremur að fólk á öllum aldri hafi tekið þátt í starfinu en unglingar í hópnum hafi verið með vikulegar samkomur. Varðandi hvort Ásthildur Lóa hafi mögulega „misnotað freklega“ aðstöðumun ef hún hefði verið leiðbeinandi hefur hún sjálf sagt að Eiríkur hafi sótt það fast að komast í samband við hana og jafnvel setið um hana á tímabili. Eiríkur hefur sagst hafa leitað til trúfélagsins vegna erfiðleika á unglingsárum og erfiðra aðstæðna heima fyrir. Hann líti ekki á sig sem fórnarlamb í samskiptum þeirra Ásthildar Lóu á þeim tíma en ástarsambandið hefði alltaf verið leynilegt. Meint tálmun Ásthildur Lóa var einnig sökuð um að hafa beitt barnsföður sinn tálmun, að hindra umgengni hans við barn sitt. RÚV sagði að Ásthildur Lóa hefði hafnað Eiríki um umgengni en krafið hann um meðlag sem hann hafi svo greitt í átján ár. Í yfirlýsingunni sem Ásthildur Lóa sendi frá sér daginn eftir afsögnina lýsti hún sambandi sínu og samskiptum við Eirík í löngu máli. Hann hefði misst áhuga fyrir sambandi fljótlega eftir að hún varð ólétt og hann hefði gufað upp þegar á meðgönguna leið. Eiríkur hafi verið viðstaddur fæðinguna og hitt barnið nokkrum sinnum í kjölfarið. Síðan hafi orðið erfitt að ná í hann. Ásthildur Lóa lýsti því að hún hefði gefist upp á að hafa frumkvæði að samskiptum en farið fram á að Eiríkur greiddi meðlag. Ásthildur Lóa sagði af sér ráðherraembætti eftir að fjallað var um samband hennar við ungan barnsföður. Hún ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Næstu árin hafi Eiríkur nokkrum sinnum sóst eftir umgengni. Þegar barnið var á þriðja aldursári hafi orðið samkomulag um að hann hitti barnið einu sinni í mánuði. Þetta hefði gengið í tvö eða þrjú skipti en Eiríkur svo ekki sýnt frumkvæði að frekari samskiptum Þegar sonur þeirra var um fjögurra ára gamall hefði Eiríkur svo falast eftir að fá hann til sín um helgi en Ásthildur Lóa sagði að hún hefði tjáð honum að hann þyrfti að kynnast barninu fyrst. Eiríkur hefði ekki tekið vel í það og svo ekki fylgt því frekar eftir. Eiríkur sagði við RÚV að Ásthildur Lóa hefði í fyrstu haft frumkvæði að því að feðgarnir hittust. Það hefði breyst eftir að hún kynntist núverandi eiginmanni sínum. Þá hafi umgengnin við soninn gengið erfiðlega þar sem hann hafi verið illa staddur fjárhagslega og með lítið bakland á þssum tíma. Hann hafi heldur ekki verið með bílpróf og þau Ásthildur Lóa búið hvort í sínu sveitarfélaginu. Hann hefur síðan sagt að hann vilji ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Hvers vegna fyrrverandi tengdamóðirin? Eiríkur sagði Vísi í síðustu viku að Ólöf, fyrrverandi tengdamóðir hans, hefði ekki haft hann með í ráðum áður en hún sendi erindi um sögu hans og Ásthildar Lóu. Hann væri henni engu að síður þakklátur fyrir að hafa vakið máls á henni og að hann væri ekki mótfallinn því að málið væri komið í opinbera umæða. Ólöf sagði við RÚV að hún hefði viljað hlífa Eiríki með því að blanda honum ekki inn í málið. Hún hefði engu að síður viljað að dóttir hans, og barnabarn hennar, segði honum að hún væri í „þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við“ því henni „ofbyði“. Ef marka má erindi Ólafar til forsætisráðuneytisins og ummæli við RÚV vakti fyrir henni að þvinga Ásthildi Lóu úr ráðherrastóli. „Ég vil að hún stigi til hliðar og þá mun ég ekki ræða þetta frekar...“ sagði í pósti sem Ólöf sendi ritara forsætisráðherra 13. mars. „Samþykkir forsætisráðherra Ásthildi í þetta ráðuneyti með þessa sögu?“ sagði Ólöf í öðrum pósti eftir að ósk hennar um fund með Kristrúnu var hafnað. Um hvers vegna Ólöf steig ekki fram fyrr með söguna sagðist hún í pósti til forsætisráðuneytisins ekki hafa áttað sig á því að Ásthildur Lóa væri sú sem eignaðist barn með fyrrverandi tengdasyni hennar fyrir meira en þremur áratugum. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var talað um að lögræðisaldur hefði verið sextán ár á þeim tíma sem ráðherra átti í sambandi við unglingspiltinn. Það rétta er að sjálfræðisaldur var þá sextán ár en fólk varð fjárráða átján ára. Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Fréttaskýringar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Allt fór á annan endann eftir að Ríkisútvarpið greindi frá því síðdegis á fimmtudag að Ásthildur Lóa Þórsdóttir, barnamálaráðherra, hefði getið barn með rúmlega sextán ára gömlum dreng þegar hún var sjálf tæplega 23 ára fyrir rúmum 35 árum. Þau kynntust í trúarsöfnuðinum Trú og líf. Hún var jafnframt sökuð um að hafa komið í veg fyrir að barnsfaðirinn, Eiríkur Ásmundsson, gæti umgengist barnið. Ráðherrann greindi opinberlega frá afsögn sinni í viðtali sem tekið var á sama tíma og fyrsta frétt um málið var sögð á RÚV. Atburðarásin hófst þegar fyrrverandi tengdamóðir barnsföðurins sendi forsætisráðuneytinu erindi með ósk um fund með forsætisráðherra fyrr í þessum mánuði. Ráðuneytið var sakað um að rjúfa trúnað við konuna með því að greina Ásthildi Lóu frá erindi hennar sem varð til þess að ráðherrann setti sig beint í samband við hana. Meint trúnaðarbrot Ásakanir um meint trúnaðarbrot forsætisráðuneytisins byggjast annars vegar á umfjöllun RÚV og hins vegar fullyrðingum Ólafar Björnsdóttur, tengdamóður Eiríks. RÚV fullyrti að starfsmenn forsætisráðuneytisins hefðu fullvissað sendanda erindisins um að öll erindi væru trúnaðarmál. Ásthildur Lóa hefði þrátt fyrir það fengið upplýsingar um inntak erindisins og hver sendi það. Hún hringdi bæði í Ólöfu og fór heim til hennar í kjölfarið. Ólöf fullyrti síðan sjálf í viðtali við RÚV að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, hefði brotið trúnað með því að láta Ásthildi Lóu vita af erindi hennar. Hún hefði hringt í ráðuneytið og verið sagt að alger trúnaður væri um erindi sem send væru þangað inn. Forsætisráðuneytið birti á sunnudag tölvupósta og aðrar upplýsingar um samskipti Ólafar við stjórnarráðið um Ásthildi Lóu. Samkvæmt þeim ræddi Ólöf við starfsmann þjónustumiðstöðvar stjórnarráðsins, sem sér um símsvörun fyrir öll ráðuneyti. Efnisatriði málsins hafi ekki verið rædd og Ólöfu ekki heitið trúnaði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu er ekki til upptaka af símtalinu. Í fyrsta tölvupósti sínum til ráðuneytisins krafðist Ólöf fundar með Kristrúnu forsætisráðherra án þess að taka fram hvers vegna. Í næsta erindi sínu sagði Ólöf að málið varðaði Ásthildi Lóu og tók fram að það væri í góði lagi að hún sæti fundinn með Kristrúnu. Á þessum tímapunkti, þegar forsætisráðuneytið hafði aðeins þær upplýsingar um erindi Ólafar að það varðaði Ásthildi Lóu og að hún mætti vera viðstödd fund með henni, sendi aðstoðarmaður forsætisráðherra aðstoðarmanni Ásthildar Lóu skjáskot af fundarbeiðni Ólafar til þess að kanna hvort ráðherrann kannaðist við hana. Þar kom fram nafn Ólafar, símanúmer og heimilisfang sem hún sendi með erindi sínu. Tveimur dögum síðar sendi Ólöf ritara forsætisráðuneytisins tölvupóst þar sem kom meðal annars fram að annar sona Ásthildar Lóu væri rangfeðraður. Forsætisráðuneytið afmáði stóran hluta þess tölvupósts áður en það birti gögnin opinberlega vegna þess að hann varðaði einkamálefni einstaklinga. Þann sama dag ákvað ráðuneytið að samþykkja ekki kröfu Ólafar um fund. „Samræðisaldurinn“ Fjallað hefur verið um samband Ásthildar Lóu við Eirík í samhengi við lögræðisaldur og lagaákvæði um samræði við börn og ungmenni. Samkvæmt því sem komið hefur fram var Eiríkur fimmtán ára þegar þau Ásthildur Lóa kynntust. Barn þeirra hafi komið undir skömmu eftir að Eiríkur varð sextán ára gamall. Á þeim tíma sem samband þeirra varði var sjálfræðissaldur sextán ár á Íslandi en hann er nú átján ár. Ekki er til neitt sem kallast „samræðisaldur“ í íslenskum lögum þótt oft sé vísað til hans. Þá er átt við ákvæði almennra hegningarlaga um samræði við börn eða unglinga. Í núgildandi lögum er miðað við börn yngri en fimmtán ára. Þegar Ásthildur Lóa og Eiríkur voru saman var viðmiðið fjórtán ár. Strangari lög gilda ef eldri einstaklingurinn er í einhvers konar valda- eða trúnaðarstöðu gagnvart barni eða ungmenni. Á 10. áratug síðustu aldar kváðu lög á um allt að tíu ára fangelsi ef einstaklingur hefði samræði við barn eða ungmenni sem honum hefði verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis. Þá lögðu lögin allt að þriggja ára fangelsi við því að einstaklingur hefði samræði við barn yngra en átján ára ef hann „misnotar freklega“ þá aðstöðu sína að það sé skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi. RÚV fullyrti að Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarf sem Eiríkur var þátttakandi í hjá trúarhópnum Trú og líf. Sjálf neitaði Ásthildur Lóa því í langri yfirlýsingu sem hún sendi frá sér. Hún hefði hvorki verið forstöðumaður né leiðbeinandi heldur ein af hópnum. Helgi Seljan, fréttamaður RÚV, sagði í Silfrinu í gærkvöldi að Eiríkur hefði tjáð þeim að Ásthildur Lóa hefði leitt unglingastarfið. Halldór Lárusson, einn af stofnendum Trúar og lífs, sagði Vísi að hann kannaðist ekki við að sérstakir leiðbeinendur hefðu verið í hópnum og að Ásthildur Lóa hefði ekki verið á meðal leiðtoga hópsins á þeim tíma sem hann tók þátt í starfinu. Hann fullyrðir enn fremur að fólk á öllum aldri hafi tekið þátt í starfinu en unglingar í hópnum hafi verið með vikulegar samkomur. Varðandi hvort Ásthildur Lóa hafi mögulega „misnotað freklega“ aðstöðumun ef hún hefði verið leiðbeinandi hefur hún sjálf sagt að Eiríkur hafi sótt það fast að komast í samband við hana og jafnvel setið um hana á tímabili. Eiríkur hefur sagst hafa leitað til trúfélagsins vegna erfiðleika á unglingsárum og erfiðra aðstæðna heima fyrir. Hann líti ekki á sig sem fórnarlamb í samskiptum þeirra Ásthildar Lóu á þeim tíma en ástarsambandið hefði alltaf verið leynilegt. Meint tálmun Ásthildur Lóa var einnig sökuð um að hafa beitt barnsföður sinn tálmun, að hindra umgengni hans við barn sitt. RÚV sagði að Ásthildur Lóa hefði hafnað Eiríki um umgengni en krafið hann um meðlag sem hann hafi svo greitt í átján ár. Í yfirlýsingunni sem Ásthildur Lóa sendi frá sér daginn eftir afsögnina lýsti hún sambandi sínu og samskiptum við Eirík í löngu máli. Hann hefði misst áhuga fyrir sambandi fljótlega eftir að hún varð ólétt og hann hefði gufað upp þegar á meðgönguna leið. Eiríkur hafi verið viðstaddur fæðinguna og hitt barnið nokkrum sinnum í kjölfarið. Síðan hafi orðið erfitt að ná í hann. Ásthildur Lóa lýsti því að hún hefði gefist upp á að hafa frumkvæði að samskiptum en farið fram á að Eiríkur greiddi meðlag. Ásthildur Lóa sagði af sér ráðherraembætti eftir að fjallað var um samband hennar við ungan barnsföður. Hún ætlar að sitja áfram sem þingmaður Flokks fólksins.Vísir/Vilhelm Næstu árin hafi Eiríkur nokkrum sinnum sóst eftir umgengni. Þegar barnið var á þriðja aldursári hafi orðið samkomulag um að hann hitti barnið einu sinni í mánuði. Þetta hefði gengið í tvö eða þrjú skipti en Eiríkur svo ekki sýnt frumkvæði að frekari samskiptum Þegar sonur þeirra var um fjögurra ára gamall hefði Eiríkur svo falast eftir að fá hann til sín um helgi en Ásthildur Lóa sagði að hún hefði tjáð honum að hann þyrfti að kynnast barninu fyrst. Eiríkur hefði ekki tekið vel í það og svo ekki fylgt því frekar eftir. Eiríkur sagði við RÚV að Ásthildur Lóa hefði í fyrstu haft frumkvæði að því að feðgarnir hittust. Það hefði breyst eftir að hún kynntist núverandi eiginmanni sínum. Þá hafi umgengnin við soninn gengið erfiðlega þar sem hann hafi verið illa staddur fjárhagslega og með lítið bakland á þssum tíma. Hann hafi heldur ekki verið með bílpróf og þau Ásthildur Lóa búið hvort í sínu sveitarfélaginu. Hann hefur síðan sagt að hann vilji ekki tjá sig frekar að svo stöddu. Hvers vegna fyrrverandi tengdamóðirin? Eiríkur sagði Vísi í síðustu viku að Ólöf, fyrrverandi tengdamóðir hans, hefði ekki haft hann með í ráðum áður en hún sendi erindi um sögu hans og Ásthildar Lóu. Hann væri henni engu að síður þakklátur fyrir að hafa vakið máls á henni og að hann væri ekki mótfallinn því að málið væri komið í opinbera umæða. Ólöf sagði við RÚV að hún hefði viljað hlífa Eiríki með því að blanda honum ekki inn í málið. Hún hefði engu að síður viljað að dóttir hans, og barnabarn hennar, segði honum að hún væri í „þessari vegferð og honum bara kæmi það ekki við“ því henni „ofbyði“. Ef marka má erindi Ólafar til forsætisráðuneytisins og ummæli við RÚV vakti fyrir henni að þvinga Ásthildi Lóu úr ráðherrastóli. „Ég vil að hún stigi til hliðar og þá mun ég ekki ræða þetta frekar...“ sagði í pósti sem Ólöf sendi ritara forsætisráðherra 13. mars. „Samþykkir forsætisráðherra Ásthildi í þetta ráðuneyti með þessa sögu?“ sagði Ólöf í öðrum pósti eftir að ósk hennar um fund með Kristrúnu var hafnað. Um hvers vegna Ólöf steig ekki fram fyrr með söguna sagðist hún í pósti til forsætisráðuneytisins ekki hafa áttað sig á því að Ásthildur Lóa væri sú sem eignaðist barn með fyrrverandi tengdasyni hennar fyrir meira en þremur áratugum. Fréttin hefur verið uppfærð. Upphaflega var talað um að lögræðisaldur hefði verið sextán ár á þeim tíma sem ráðherra átti í sambandi við unglingspiltinn. Það rétta er að sjálfræðisaldur var þá sextán ár en fólk varð fjárráða átján ára.
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Fréttaskýringar Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira