Réttarhöld hafin yfir Depardieu Magnús Jochum Pálsson skrifar 24. mars 2025 10:10 Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið sakaður um kynferðisbrot af meira en tuttugu konum á undanförnum árum. AP Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað. Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Hinn 76 ára Depardieu, einn þekktasti leikari Frakklands, er sakaður um að hafa brotið á hinni 54 ára Amélie, starfsmanni leikmunadeildar, og hinni 34 ára Söruh, aðstoðarleikstjóra, við framleiðslu á myndinni Les Volets Verts (Grænu hlerarnir). Amélie tilkynnti kynferðislega áreitni leikarans í febrúar 2024 og sagði í viðtali við franska miðilinn Mediapart að Depardieu hafi gripið sig harkalega, haldið henni fastri og nuddað á henni mittið, magann og farið upp að brjóstum. Dyraverðir Depardieu hafi þurft að stöðva leikarann sem hrópaði, á meðan hann gekk í burtu: „Við sjáumst aftur, elskan mín!“ Sarah tilkynnti kynferðisbrot Depardieu mánuði síðar, 21. mars 2024 og sakaði hann um að hafa snert á sér rasskinnarnar eitt kvöldið þegar hún gekk frá búningsherbergi sínu á tölustað. Í tvö önnur skipti hafi hann snert á henni rassinn og brjóstin á óviðeigandi hátt. Depardieu hefur neitað ölllum ásökunum og sagði í opnu bréfi í Le Figaro í október 2023: „Aldrei hef ég misnotað konu.“ Fjórföld kransæðahjáveituaðgerð seinkaði réttarhöldunum Réttarhöldin áttu upphaflega að fara fram í október 2024 en var seinkað vegna bágrar heilsu Depardieu. Jéremie Assous, lögfræðingur Depardieu, sagði leikarann hafa farið í fjórfalda kransæðahjáveituaðgerð og jafnframt þjást af sykursýki. Læknir skipaður af dómara sagði Depardieu nægilega hraustan til að sitja tveggja daga réttarhöldin og er von á því að hann verði viðstaddur. Þetta er í fyrsta sinn sem Depardieu, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af meira en tuttugu konum, fer fyrir dómara vegna ásakana um kynferðisbrot. Hin málin voru felld vegna skorts á sönnunargögnum eða vegna of langt var liðið frá því brotin voru sögð hafa átt sér stað.
Frakkland Kynferðisofbeldi Hollywood Tengdar fréttir Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58 Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Eitt mála Depardieu um kynferðisbrot fyrnt og fellt niður Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt. 23. janúar 2024 06:58
Gérard Depardieu sakaður um nauðgun 22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst. 30. ágúst 2018 18:29