Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2025 10:30 Í ákærunni segir að bíl mannanna hafi verið ekið að Gróttuvita en síðan snúið við. Vísir/Vilhelm Þrír karlmenn hafa verið ákærðir fyrir frelsisviptingu og tilraun til ráns í því skyni að afa verðmæti af fórnarlambi þeirra. Mennirnir, sem eru tveir á fimmtugsaldri og einn á þrítugsaldri, eru sagðir hafa framið þessi meintu brot sín í Reykjavík og reyndar líka á Seltjarnarnesi. Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Í ákæru, sem er birt í Lögbirtingablaðinu, segir að sunnudagskvöldið 14. júní 2020 hafi yngsti árásarmaðurinn hringt í fórnarlamb þeirra, annan mann, og mælt sér mót við hann við heimili hans í miðbænum. Þar hafi ungi árásarmaðurinn reynt að fá hinn manninn inn í bíl, en hann hörfað. Ungi árásarmaðurinn og einn þeirra eldri hafi þá náð honum á hlaupum, veist að honum með ofbeldi og sparkað í hann liggjandi. Sá ungi er sagður hafa slegið hann með felgulykli og síðan hafi þeir neytt manninn í bílinn gegn vilja hans. Þriðji árásarmaðurinn mun hafa ekið bílnum að Gróttuvita, en þar var henni snúið við. Ógeðfelldar lýsingar Á meðan ökuferðinni stóð mun annar eldri árásarmannanna hafa veitt manninum ítrekuð hnefahögg, og högg og stungur með felgulykli. Árásarmennirnir eru sagðir hafa krafist þess að maðurinn myndi greiða þeim peninga innan mánaðar. Þá hafi þeir hótað manninum því að líf hans væri í hættu ef hann leitaði til lögreglunnar. Bíllinn mun að endingu hafa verið stöðvaður af lögreglu í Tryggvagötu. Í ákæru segir að maðurinn sem varð fyrir árásinni hafi hlotið ýmsa áverka víðs vegar um líkamann, meðal annars „marbletti, eymsl og kúlur yfir hægra auga, skurð framan við og ofan við vinstra eyra sem þurfti að sauma.“ Þess er krafist fyrir hans hönd að mennirnir þrír greiði honum 1,5 milljónir króna í miskabætur.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira