Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 13:12 Bandaríska sendinefndin hefur átt fundi með Úkraínumönnum og Rússum í Sádi Arabíu, en í sitt hvoru lagi. epa/Sergey Dolzhenko Nokkur óvissa er uppi með það hvort uppljóstrað verður um niðurstöður viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa í Ríad í Sádi Arabíu, þar sem staðan í Úkraínu var til umræðu og möglegt samkomulag um sjóumferð á Svartahafi. Greint hafði verið frá því að sameiginlegrar yfirlýsingar væri að vænta í morgun en Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði síðar að ekkert yrði gefið upp um niðurstöður í bili. Peskov sagði aðila nú liggja yfir þeim og þar sem um væri að ræða tæknilegar útfærslur yrðu þær ekki gerðar opinberar. Þá sagið hann engar áætlanir uppi um annað samtal milli Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta, né heldur hefði verið rætt að hefja beinar viðræður við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa fundið með Rússum og Úkraínumönnum í Ríad, síðast nú í morgun. AFP hefur eftir heimildarmanni innan sendinefndarinnar frá Kænugarði að upplýst verði um atriði síðar. Ef marka má það sem menn hafa gefið upp við fjölmiðla er langur vegur fyrir höndum hvað varðar varanlegt vopnahlé í Úkraínu. Samningaviðræðurnar núna virðast hafa snúið aðallega að Svartahafi. Vladimir Chizhov, varaformaður varnarmálanefndar efri deildar rússneska þingsins, gerði því skóna fyrir hádegi að hætt hefði verið við að gefa út sameiginlega yfirlýsingu í morgun vegna „afstöðu Úkraínu“, sem væri „dæmigert og einkennandi“. Þess ber þó að geta að Úkraínumenn hafa sýnt mun meiri samningsvilja en Rússar og Pútín ítrekað að margt þurfi að ræða og útfæra og Úkraínumenn að gefa verulega eftir ef samkomulag á að nást. Úkraína Rússland Bandaríkin Sádi-Arabía Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Greint hafði verið frá því að sameiginlegrar yfirlýsingar væri að vænta í morgun en Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði síðar að ekkert yrði gefið upp um niðurstöður í bili. Peskov sagði aðila nú liggja yfir þeim og þar sem um væri að ræða tæknilegar útfærslur yrðu þær ekki gerðar opinberar. Þá sagið hann engar áætlanir uppi um annað samtal milli Vladimír Pútín Rússlandsforseta og Donald Trump Bandaríkjaforseta, né heldur hefði verið rætt að hefja beinar viðræður við Úkraínu. Bandaríkjamenn hafa fundið með Rússum og Úkraínumönnum í Ríad, síðast nú í morgun. AFP hefur eftir heimildarmanni innan sendinefndarinnar frá Kænugarði að upplýst verði um atriði síðar. Ef marka má það sem menn hafa gefið upp við fjölmiðla er langur vegur fyrir höndum hvað varðar varanlegt vopnahlé í Úkraínu. Samningaviðræðurnar núna virðast hafa snúið aðallega að Svartahafi. Vladimir Chizhov, varaformaður varnarmálanefndar efri deildar rússneska þingsins, gerði því skóna fyrir hádegi að hætt hefði verið við að gefa út sameiginlega yfirlýsingu í morgun vegna „afstöðu Úkraínu“, sem væri „dæmigert og einkennandi“. Þess ber þó að geta að Úkraínumenn hafa sýnt mun meiri samningsvilja en Rússar og Pútín ítrekað að margt þurfi að ræða og útfæra og Úkraínumenn að gefa verulega eftir ef samkomulag á að nást.
Úkraína Rússland Bandaríkin Sádi-Arabía Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira