Þórir lét af starfi sem þjálfari kvennalandsliðs Noregs í lok síðasta árs en undir hans stjórn vann liðið ellefu stórmót. Það kemur eflaust mörgum á óvart að hann deili upplýsingum með helstu keppinautum sínum.
„Það eru engin leyndarmál í þessu. Allan minn tíma í landsliðinu þá hef ég alltaf reynt að vera í góðri samvinnu við bestu andstæðingana,“ segir Þórir og það er ástæða fyrir því.
„Við höfum deilt upplýsingum í báðar áttir. Það hjálpar okkur að verða betri. Mín reynsla úr afreksíþróttum er að þeir bestu deila. Þeir hafa ekkert að fela.“