Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar 26. mars 2025 08:32 Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Reykjavík Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Kæra borgarstjórn, Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Öll höfum við gott af smá áræðni og hvet ég ykkur kæra borgarstjórn til þess að sýna áræðni í aðgerðum þegar kemur að húsnæðismálum Hjallastefnunnar. Það er ekki nóg að fjalla opinberlega um mikilvægi þess að skapa aðstæður sem styðja við velferð barna og fjölskyldna sem og að ætla að búa kennurum betri aðstæður. Það þarf að grípa til aðgerða sem tryggja að þau markmið náist. Jafnvel þótt hluti ykkar sé pólitískt ekki hrifið af sjálfstætt starfandi skólum þá er fjöldinn allur af reykvískum borgurum sem velur Hjallastefnuna og enn fleiri sem bíða á biðlista til þess að komast að. Eins og fram kemur í opnu bréfi til borgarstjórnar frá foreldrafélögum skólans og leikskólans þá eiga þessi reykvísku börn “meira skilið en skammtímahúsnæði og loftkennd loforð um að bætt verði úr málum fljótlega”. Það sama gildir um allt það frábæra starfsfólk sem þarna starfar. Það starfsfólk gerir ráð fyrir uppsagnarbréfi í lok mars mánaðar ef langtímalausn verður ekki samþykkt á borgarráðsfundi næstkomandi fimmtudag. Ég skora því á ykkur kæru vinkonur og vinir í Ráðhúsinu að afgreiða beiðni okkar á fundinum. Gefa okkur skýr svör, því hingað til hafa samstarfsyfirlýsingar og viljayfirlýsingar ekki staðist. Við höfum ekki tíma til þess að bíða. Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar þola ekki meiri tafir. Við krefjumst þess að húsnæðismálin verði tekin fyrir strax, með ákveðnum og skýrum aðgerðum til að tryggja framtíð Hjallastefnunnar í Reykjavík. Höfundur er umsjónarkennari og foreldri í Barnaskólanum í Reykjavík.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun