Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Árni Sæberg skrifar 26. mars 2025 10:51 Salóme Guðmundsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Ísorku. Ísorka Salóme Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ísorku. Hún tekur við starfinu af Sigurði Ástgeirssyni stofnanda fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme. Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að Ísorka hafi formlega hafið starfsemi í árslok 2016 og verið fyrst fyrirtækja á Íslandi til að hefja gjaldtöku fyrir hleðslu á hleðslustöðvum. Fyrirtækið sé að stærstum hluta í eigu EGG ehf., sem sé meðal annars móðurfélag bílaumboðsins BL og bílaleigu Hertz á Íslandi. EGG sé í jafnri eigu Ernu Gísladóttur og Jóns Þórs Gunnarssonar. Mikil reynsla af nýsköpun Salóme hafi starfað í hringiðu nýsköpunar og tækni frá árinu 2014, lengst af sem framkvæmdastjóri Klaks. Árið 2021 hafi hún tekið sæti í stjórn hjá Eyri Ventures og sinnt ýmsum verkefnum fyrir sjóðinn og félög í eignasafni hans. Hún hafi þá starfað sem forstöðumaður í viðskiptaþróun hjá PayAnalytics og síðar sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Justikal. Salóme hafi jafnframt starfað sem leiðbeinandi við MBA nám Háskólans í Reykjavík frá árinu 2021 þar sem hún hafi umsjón með lokaverkefni MBA nema, sem unnið sé í samstarfi við MIT háskóla. Salóme hafi einnig verið forstöðumaður Opna háskólans í HR á árunum 2011-2014. Salóme sé með BSc próf í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið AMP stjórnendanámi við IESE í Barcelona árið 2019. Hún hafi víðtæka reynslu af ýmsum nefndar- og stjórnarstörfum í íslensku atvinnulífi og sitji í stjórn Viðskiptaráðs Íslands, Hönnunarmars og sem varamaður í stjórn Fossa fjárfestingabanka. Salóme sé jafnframt stofnandi og formaður félags Kvenna í stjórnum. Spennandi áskorun „Við í stjórn Ísorku erum gríðarlega ánægð með að fá Salóme til liðs við okkur. Hún hefur viðtæka reynslu sem mun styrkja teymið okkar enn frekar og við hlökkum til að vinna með henni að þeim spennandi verkefnum sem eru framundan,“ er haft eftir Írisi Ansnes, stjórnarformanni Ísorku. „Ísorka er frumkvöðull á sviði hleðslulausna og hefur náð mikilvægum árangri á undanförnum árum á ört vaxandi markaði þar sem ríkir mikil samkeppni. Það er spennandi áskorun að fá að leiða fyrirtækið inn í næsta vaxtarfasa með metnaðarfullu teymi og traustum samstarfsaðilum þar sem framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini, nýsköpun og sjálfbærni eru í forgrunni,“ er haft eftir Salóme.
Nýsköpun Vistaskipti Orkumál Orkuskipti Bílar Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira