Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2025 20:51 Þórarinn Eyfjörð, fyrrverandi formaður Sameykis. Vísir/Ívar Fannar Stjórn Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu gerði á síðasta ári starfslokasamning við fyrrverandi formann stéttarfélagsins um að hann verði áfram á launum næstu tvö og hálft ár, rúmum sex mánuðum eftir endurkjör í embætti formanns. Heildarupphæðin vegna samningsins er tæpar sjötíu milljónir sem Sameyki mun greiða. Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Málið verður rætt á aðalfundi Sameykis sem haldinn verður á morgun en í ársreikningi félagssjóðs stéttarfélagsins kemur fram að heildarskuld félagsins vegna starfslokasamningsins sé 68,7 milljónir króna. Þar komi meðal annars til launatengd gjöld sem samsvari um fjórtán milljónum króna, réttindi vegna biðlauna, sem séu sex mánuðir samkvæmt reglum launanefndar Sameykis, upp á um fimmtán milljónir og áfallið orlof sem nemi um 7,5 milljónum króna. Úr ársreikningi Sameykis. Í ársreikningnum segir að Þórarinn Eyfjörð, umræddur fyrrverandi formaður, hafi verið kjörinn til þriggja ára á aðalfundi 2024 og að tvö og hálft ár hafi verið eftir af kjörtímabili hans þegar hann lét af störfum með samkomulagi við stjórn félagsins. Þórarinn var fyrst kjörinn formaður í mars 2021 og var sjálfkjörinn í embættið þremur árum síðar. Hann vék svo úr starfi sínu í október í fyrra en var það í kjölfar ásakana um að hann hefði gengið of hart fram gagnvart starfsfólki Sameykis. Einnig hafði verið uppi ágreiningur milli hans og stjórnar félagsins um áherslur og stefnu. Starfsmenn sálfræðistofu voru fengnir til að gera úttekt á vinnustaðarmenningunni hjá Sameyki og var gerð skýrsla fyrir stjórnina. Þórarinn játaði í kjölfarið að hafa gengið of hart fram en þegar starfslok hans voru tilkynnt kom fram að stjórn Sameykis hefði gert samkomulag við hann um starfslokin. Starfslokasamningurinn gildir út kjörtímabil Þórarins og fær hann mánaðarlegar greiðslur á tímabilinu. Kári Sigurðsson, núverandi formaður Sameykis, vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu. Hann sagðist fyrst vilja ræða það við félagsmenn, áður en hann talaði um það í fjölmiðlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Stéttarfélög Vistaskipti Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48 Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Skömmu áður en hann var fyrst kjörinn í stjórn VR gagnrýndi Ragnar Þór Ingólfsson, fyrrverandi formaður félagsins, annan fyrrverandi formann harðlega fyrir að þiggja biðlaun. Það var eftir að Gunnar Páll Pálsson tapaði kosningum um embætti formanns VR og fékk sjö milljónir í biðlaun. 26. febrúar 2025 17:48
Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Kristján Þórður Snæbjarnarson, þingmaður Samfylkingarinnar, verður með ráðningarsamband við Rafiðnaðarsamband Íslands út júní þrátt fyrir að hann hafi sagt af sér fyrr í þessum mánuði. Hann er sagður eiga að hjálpa nýjum formanni að komast inn í embættið. 25. febrúar 2025 14:42