Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 10:32 Viskí er eins og vín, verður betra með aldrinum. Þannig getur nýframleidd tunna hækkað verulega í verði því lengur sem hún er geymd. Getty Hundruð einstaklinga á Bretlandseyjum virðast hafa verið plataðir til að verja stórum fjárhæðum í kaup á vískitunnum, sem reyndust svo minna virði en fólki hafði verið tjáð eða hreinlega ekki til. Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum. Bretland Áfengi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Frá þessu greinir BBC, sem segir lögreglu nú rannsaka þrjú fyrirtæki sem eru grunuð um að hafa haft fé af grunlausum með þessum hætti. Fjárfesting í viskítunnum er raunverulegt fyrirbæri og mörg traust fyrirtæki sem bjóða upp á þennan valkost. Fólk kaupir þá viskítunnur sem eru nýkomnar úr framleiðslu og lætur geyma þær í þeirri von um að veigarnar hækki í verði með aldrinum. Tunnurnar eru geymdar í þrjú ár hið minnsta en fólk er hvatt til að eiga þær í tíu ár eða meira til að hámarka ágóðann. BBC greinir meðal annars frá raunum Alison Cocks, sem keypti upphaflega eina tunnu á 3.000 pund af fyrirtækinu Cask Whisky Ltd. Hún fékk vottorð fyrir eign sinni á tunnunni og aðgang til að fylgjast með verðþróun hennar. BBC greinir meðal annars frá raunum konu með ólæknandi krabbamein, sem seldi hús sitt til að fjárfesta í viskítunnum fyrir afkomendur sína. Getty Þar sem Cocks virtist sem tunnan væri að aukast í verði eins og henni hafði verið lofað, keypti hún þrjár í viðbót fyrir 100.000 pund. Þegar hún vildi svo selja, kom hins vegar babb í bátinn. Hún fékk engin svör frá fyrirtækinu og þegar hún setti sig í samband við vöruhúsin þar sem tunnurnar voru sagðar í geymslu kom í ljós að þær voru ekki þar. Þá var henni sagt af sérfræðingi að hún hefði greitt fimmfalt virði vískísins. Cocks tókst að lokum að hafa uppi á þremur tunnum, sem reyndust skráðar á aðra eigendur. Dýrasta tunnan, sem kostaði 49.500 pund var tilbúningur. Lögregluyfirvöld hafa nú eiganda Cask Whisky Ltd. til rannsóknar en sá sigldi undir fölsku flaggi. Hann kallaði sig Craig Arch en heitir í raun og veru Craig Brooks og er dæmdur svikahrappur. Þá hafði honum verið bannað að stjórna fyrirtæki. Brooks er grunaður um að hafa platað að minnsta kosti 200 manns til að fjárfesta í viskísvikamyllu sinni en árið 2019 voru hann og bróðir hans dæmdir í fangelsi fyrir 6,2 milljón punda svindl, þar sem 350 einstaklingar voru gabbaðir til að fjárfesta í losunarheimildum og fágætum málmum.
Bretland Áfengi Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira