Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar 28. mars 2025 09:32 Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Barnamálaráðherra segir af sér Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Sjá meira
Fréttastofa RÚV hefur misnotað aðstöðu sína herfilega síðustu vikuna, allt frá því hún birti falsfréttir um Ásthildi Lóu, þá barnmálaráðherra. Þetta hefur verið gert með löngu drottningarviðtali við fréttakonuna sem er skrifuð fyrir upphaflegu fréttinni, og Silfurþætti þar sem fengnir voru þrír þátttakendur sem voru í því að verja RÚV, þar á meðal einn fréttamanna þess sem tekið hafði þátt í vinnunni við upphaflegu fréttina. Einungis einn gesta þáttarins hafði uppi "hófsama" gagnrýni á þennan sóðalega fréttaflutning, þótt mjög hörð slík gagnrýni hafi heyrst úr öllum áttum í marga daga. En, nei, RÚVarar handvöldu í þáttinn til að passa að þau gætu áfram stjórnað umræðunni um sig. En nú er gengið enn lengra, og Heiðar Örn Sigurfinnsson, fréttastjóri RÚV, skrifar grein í Vísi í gær þar sem hann reynir enn að hvítþvo falsfréttaflutning sinn: „Ásthildur Lóa og barnsfaðir hennar hafa ekki verið fullkomlega á einu máli um nokkur atriði eins og nákvæman aldur hans þegar samband þeirra hófst, stöðu hennar innan trúfélagsins þar sem þau kynntust, eða samskipti þeirra varðandi umgengni við son þeirra. Slíkur ágreiningur er algengur í fréttum, einkum af persónulegum málum. Önnur atriði fréttarinnar eru óumdeild, eins og sú staðreynd að Ásthildur Lóa hringdi ítrekað í konuna sem sendi erindið og mætti óboðin heim til hennar seint um kvöld.“ Heiðar Örn viðurkennir þannig að RÚV hafi ekki haft neinar áreiðanlegar heimildir um það sem gert var að aðalatriðum í upphaflegu fréttinni, og margendurtekið síðar, að drengurinn hafi verið 15 ára og að Ásthildur Lóa hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu gagnvart honum í hópnum. Þetta eru atriðin sem RÚV notaði til að gefa í skyn að um ósiðlegt athæfi væri að ræða, athæfi sem gæti verið refsivert samkvæmt núgildandi lögum, þótt RÚV hafi augljóslega ekki sýnt fram á neitt sem bendi til þess, auk þess sem umrædd lög voru ekki til á þessum tíma. Heiðar Örn fréttastjóri talar svo um hættuna af því að ráðist sé á fjölmiðla, en segir auðvitað ekki orð um hættuna af því að fjölmiðlar birti falsfréttir sem hafi hrikalegar afleiðingar. Hann er sem sagt — eins og er alsiða hjá íslensku valdafólki, en óþekkt meðal þeirra erlendu fjölmiðla sem hann reynir að spyrða sig við í þessari grein — að reyna að gera sjálfan sig og kollega sína að fórnarlömbunum, í máli þar sem hann er sökudólgurinn. Ef Heiðar Örn hefði einhverja sómakennd, eða virti bara siðareglur blaðamanna, hefði hann strax, um leið og bent var á það sem var óverjandi í þessum fréttaflutningi (sem aldrei átti neitt erindi við almenning), birt afsökunarbeiðni, útskýrt vandlega í hverju fréttastofa RÚV brást, og látið setja áberandi leiðréttingu í allar fréttir RÚV um málið. Það gerði hann ekki, og því hefði útvarpsstjóri, Stefán Eiríksson, átt að reka Heiðar Örn. Og af því að Stefán gerði það ekki hefði stjórn RÚV átt að reka Stefán á fundi sínum í gær. En úr því að stjórn RÚV ætlar ekki að reka Stefán fyrir að bera ábyrgð á þessum alvarlega falsfréttaflutningi ætti Alþingi að kjósa nýja stjórn útvarpsins í skyndi, og lýsa yfir að hún verði að tryggja að ekki séu fluttar þar falsfréttir, eða þær a.m.k. leiðréttar strax og bent er á rangfærslur. Því miður hefur ráðherrann sem fer með útvarpsmál, með óbeinum hætti, tekið til varna fyrir falsfréttaflutninginn, með því alþekkta trixi að ráðast á fólk sem mótmælir, af því það sé ekki að mótmæla "á réttan hátt". Fólk eins og Logi Einarsson ráðherra virðist halda að það sé að verja RÚV með því að verja stjórnendur þess. En það er misskilningur. Til að verja RÚV þarf einmitt að reka fréttstjórann og útvarpsstjórann, fyrir að hafa ekkert gert í því að RÚV útvarpaði sóðalegu og grafalvarlegu rusli. Höfundur er ekkert sérstakt.
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun