Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2025 13:30 Freyr Alexandersson tók við sem þjálfari Brann í janúar fyrr á þessu ári. Á morgun stýrir hann sínum fyrsta leik í norsku úrvalsdeildinni. Vísir/NTB Segja má að stjórnartíð Freys Alexanderssonar sem þjálfari norska liðsins Brann hefjist formlega á morgun með fyrsta keppnisleik liðsins undir hans stjórn í norsku úrvalsdeildinni. Sérfræðingar TV 2 spyrja sig hvort Freyr geti haft viðlíka áhrif á Brann og Arne Slot hefur haft á sínu fyrsta tímabili hjá Liverpool. Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum? Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira
Freyr fær það verkefni að feta í fótspor Eirik Hornelands sem reyndist afar vinsæll í starfi hjá Brann og skilaði góðum árangri sem varð meðal annars til þess að liðið endaði í 2.sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Það er mat sérfræðinga TV 2 að þrátt fyrir að Brann hafi ekki spilað einn einasta keppnisleik undir stjórn Freys þá hafi hann náð að heilla bæði leikmenn og stuðningsmenn liðsins með góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu sem og framkomu sinni. „Nú bíðum við eftir að sjá hvernig honum tekst til þegar að alvaran tekur við,“ segir í umfjöllun TV 2 um Brann sem miðillinn spáir 4.sæti á komandi tímabili í norsku úrvalsdeildinni. Brann hefur ekki tapað leik undir stjórn Freysa á undirbúningstímabilinu en sérfræðingar TV 2 velta því fyrir sér hvort þar ráði síðustu leifar Horneland í starfi eða hvort þar sé um áhrif Freys að gæta. Hjá Brann setja menn markið hátt og á að berjast við topp deildarinnar auk þess sem félagið á góðan möguleika á að komast í riðlakeppni í Evrópu. „Takist þeim það hins vegar teljum við að það muni koma niður á gengi liðsins heima fyrir í haust á tímapunkti þar sem Brann hefur gengið vel á undanförnum árum þegar að liðið hefur ekki verið í Evrópu.“ Freyr hefur fengið inn þrjá nýja leikmenn í yngri kantinum, einn þeirra er Eggert Aron Guðmundsson sem kemur frá Elfsborg og á móti hafa þrír leikmenn um og yfir 30 ára aldur horfið á braut. „Það segir okkur að Brann er að hugsa um uppbyggingu en ef við eigum að leggja kalt mat á þetta þá er þeim ekki alvara í því að reyna sækja gullið. Bilið milli þeirra og Bodø/Glimt er of mikið, við teljum bilið vera meira en á síðasta tímabili.“ Forráðamenn Brann geti sætt sig við Evrópuævintýri og sæti á meðal efstu fjögurra liða norsku úrvalsdeildarinnar að tímabilinu loknu. Það er mat TV 2 að þátttaka í Evrópukeppni fái forgang. Stóra spurningarmerkið við gengi Brann á tímabilinu snúi að Frey. „Getur hann, líkt og Arne Slot hjá Liverpool, fyllt upp í fótspor forvera síns eða verður hann hinn næsti Rikard Norling sem segir réttu hlutina en nær ekki að skila inn úrslitum?
Norski boltinn Íslendingar erlendis Fótbolti Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Í beinni: FHL – FRAM | Nýliðar í ólíkri stöðu mætast Í beinni: Víkingur R – Breiðablik | Meistarar í stuði mæta í Víkina Í beinni: FH – Þór/KA | Vilja ekki missa meistarana lengra frá sér Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjá meira