Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar 29. mars 2025 13:02 Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Þór Jónsson Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bókun 35 Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrr á tímum, þegar menn höfðu hvorki áttavita né nothæf sjókort, krafðist það mikils kjarks að sigla svo langt út að landsýn hyrfi. Á úthafinu þurftu menn staðgóða þekkingu á hreyfingu himinhnatta. Sjómenn fyrri tíðar voru vísindamenn í þeim skilningi að þeir kunnu skil á siglingafræði, en kunnu auk þess þá list að hagræða seglum eftir vindi. Nú er skipum siglt með stýri og skrúfu. Skipstjórnarmenn nútímans reiða sig á vélar, tölvur og tækni, en hvað gerum við þegar tæknin bilar? Þegar vindar og straumar gera tölvurnar ónothæfar? Þegar sjálfstýringin er ekki lengur í boði? Þá verða skipverjar að treysta því að skipstjórnendur séu vandanum vaxnir og kunni að stjórna, þekki til verka og geti framkvæmt þær athafnir sem nauðsynlegar eru. Íslenska þjóðarskútan er nú undir stjórn fólks sem er illa að sér í siglingafræðum (stjórnskipun Íslands). Þau skortir að vísu ekki handbækur (lög og reglur) og auka raunar daglega við regluverkið, m.a. með bremsulausri innleiðingu á reglum frá ESB. En ef siglingin á að vera slysalaus þarf meira en reglur og handbækur. Slysalaus sigling (réttátt og gott stjórnarfar) kallar á að skipstjórnendur hafi nothæfan (siðferðilegan) áttavita. Ef áttavitinn týnist verða lögin að valdatæki í höndum stjórnenda í stað þess að verja borgarana fyrir valdbeitingu. Í spilltum ríkjum situr almenningur uppi með stjórnmálamenn, embættismannastétt og sérfræðinga sem þjóna orðið spilltu kerfi frekar en fólkinu í landinu. Almannahagur, sannleiksást og réttlæti eru í framkvæmd látin víkja fyrir stéttarhagsmunum, hagsmunum hópsins sem menn tilheyra eða fyrir persónulegum hagsmunum þeirra sem t.d. vilja klífa valdastigann. Í slíkum stjórnkerfum molnar undan valdastofnunum, ekki síst vegna alls kyns málamiðlana, sem menn taka þátt í til að verja eigin hagsmuni, jafnvel þótt það sé á kostnað almennings og kynslóða framtíðarinnar. Ein versta birtingarmynd slíks stjórnarfars (óstjórnar) er þegar réttarkerfin umpólast og lögfræðingar, lögmenn og dómarar hætta að verja frelsi og hagsmuni almennings, en snúa sér þess í stað að því að verja eigin hag með því að framfylgja vilja valdhafa / vilja ríkisins. Þegar svo er komið eru lögfræðingar ekki lengur sjálfstæðir og ábyrgir þjónar réttarins, heldur tannhjól í mulningsvél. Samfélag sem hefur ekki lengur neinn siðferðilegan áttavita, heldur aðeins lagalegan og peningalegan áttavita, getur ekki þjónað fólkinu í landinu. Samfélag sem í orði kveðnu snýst í kringum bókstaf laganna en vanrækir æðstu markmið laganna er á helvegi. Kjarklaust samfélag, án siðferðilegs áttavita og án trúar sem getur þjónað sem akkeri er dæmt til að lenda í vandræðum. Þegar Alþingi, ráðuneyti og aðrar stjórnarstofnanir reyna að stýra án áttavita og án akkeris þá eru þessar stofnanir orðnar ónothæfar og raunar hættulegar samfélaginu sem þær eiga að þjóna. Lokapunkti er náð þegar valdhafar eru orðnir tilbúnir til að virða stjórnarskrána að vettugi ef það þjónar þeirra eigin hagsmunum, þegar lagatækni er notuð til að réttlæta lögleysu, þegar meginreglur laga eru orðnar að yfirborðskenndu skrauti og þegar æðstu ráðamenn starfa utan við ramma stjórnarskrár og laga. Þetta sjáum við nú gerast þegar Alþingi undirbýr framsal á ríkisvaldi til ESB með frumvarpi um bókun 35 og í því hvernig ráðherrar í ríkisstjórn brjóta daglega gegn hlutleysisstefnu Íslands með því að hella olíu á ófriðarbál í stað þess að tala fyrir friði. Þá hefur hræsni og vanþekking leyst ábyrgð og þekkingu af hólmi. Guð blessi Ísland. Höfundur er lögmaður.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun