Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. mars 2025 08:37 Jarðskjálftinn mældist 7,7 og fjöldi eftirskjálfta fylgdi. AP/Aung Shine Oo Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar. Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Björgunaraðgerðir standa enn yfir og stofnunin segir skortinn koma í veg fyrir að hægt sé að sinna hjálparstarfi. Hátt í 3500 manns slösuðust í hamförunum. Tala látinna í Bangkok, Taílandi, hefur hækkað upp í 17 og 83 er enn saknað. Skjálftinn olli mikilli eyðileggingu á vegum og öðrum innviðum. Yfirstandandi borgarastyrjöld í landinu veldur því að erfitt hefur reynst fyrir alþjóðlegar hjálparstofnanir að bregðast við hamförunum. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Marcoluigi Corsi, sem starfar fyrir Sameinuðu þjóðirnar í Mjanmar, að skjálftarnir hafi haft áhrif á hátt í tuttugu milljón manns. Hófu árásir á ný þrátt fyrir allt Útlagastjórnin í Mjanmar lýsti því yfir í gær að tveggja vikna hlé yrði gert á hernaðaraðgerðum á svæðum þar sem jarðskjálftarnir höfðu mest áhrif. Her hennar hefur háð stríð gegn herforingjastjórn landsins sem sölsaði undir sig völd í febrúar 2021. Búist er við að hléið hefjist í dag en óvíst er hvort sú spá gangi eftir þar sem uppreisnarhópar víða um Mjanmar hafa ekki tekið afstöðu til fyrirhugaðs hlés. Fram kemur í frétt BBC að herforingjastjórnin hafi haldið sprengjuárásum áfram á vissum svæðum í landinu eftir jarðskjálftana. Árásirnar sögðu fulltrúar Sameinuðu þjóðanna forkastanlegar og óásættanlegar.
Mjanmar Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40 Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Tala látinna komin yfir þúsund Meira en þúsund manns eru látnir eftir að jarðskjálfti að stærð 7,7 reið yfir Mjanmar í gærmorgun. Þar af urðu hátt í sjö hundruð dauðsföll í Mandalay, næststærstu borg Mjanmar. Enn er leitað að fólki undir rústum en óttast er að tala látinna muni hækka enn fremur. 29. mars 2025 07:40
Á annað hundrað látnir í Mjanmar Að minnsta kosti 144 eru látnir og 732 særðir eftir að jarðskjálftar af stærðinni 7,7 og 6,4 riðu yfir Mjanmar í morgun. Níu hið minnsta eru látnir í nágrannaríkinu Taílandi og í höfuðborg þess Bangkok hrundi háhýsi í byggingu. 28. mars 2025 22:07